Gylfi: Eitt lélegasta landslið sem ég hef mætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2019 22:30 Gylfi Þór Sigurðsson var sáttur með stigin þrjú sem Ísland fékk fyrir sigurinn á Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. „Þetta var fín byrjun. Þetta var ekki hinn hefðbundni landsleikur. Samt sem áður var fínt að halda hreinu og stjórna leiknum,“ sagði Gylfi við Vísi eftir leik. „Við vissum að myndum vinna leikinn en staðan 1-0 er hættuleg. Við stjórnuðum leiknum ágætlega og þeir fengu ekki mörg færi. Það var aðallega þegar þeir hentu sér niður og fengu aukaspyrnur að það skapaðist smá hætta.“ Gylfi gaf liði Andorra ekki háa einkunn. „Þetta er arfaslakt lið en það er samt erfitt að koma hingað. Gervigrasið er mjög lélegt og eitthvað sem við erum ekki vanir. Það var erfitt að ná upp hröðu spili. Þeir hentu sér niður í sífellu og voru alltaf meiddir. Við gerðum vel og förum sáttir héðan,“ sagði Gylfi. „Þeir pressuðu ekkert og þetta er eitt lélegasta landslið sem ég hef spilað á móti. Við erum ekkert himinlifandi með spilamennskuna en mótspyrnan var engin. Það eiga samt einhver lið eftir að vera í basli hérna. Þess vegna er gott að byrja á sigri.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Parísar þar sem það mætir heimsmeisturum Frakka á mánudaginn. Það verður allt öðruvísi leikur. „Þetta eru leikirnir sem við viljum spila; gegn heimsmeisturum Frakka í París. Vonandi getum við strítt þeim. Þetta verður allt öðruvísi leikur en í kvöld. Frakkarnir verða miklu meira með boltann en við þurfum að vera þéttir eins og í síðasta leik gegn þeim. Þetta verða mikil hlaup og við þurfum að sækja hratt þegar við fáum tækifæri til þess,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Twitter yfir Ísland - Andorra | Rútubílstjórar ekki í verkfalli í Andorra Íslenska þjóðin var að vanda virk á Twitter á meðan strákarnir okkar voru í eldlínunni í undankeppni EM í fótbolta í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:01 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Viðar Örn Kjartansson var búinn að ákveða að fagna eins og hann gerði ef hann skyldi skora gegn Andorra í kvöld, sem og hann gerði. 22. mars 2019 22:27 Aron Einar: Virkilega ánægður Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var sáttur með dagsverkið. 22. mars 2019 22:28 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var sáttur með stigin þrjú sem Ísland fékk fyrir sigurinn á Andorra í undankeppni EM 2020 í kvöld. „Þetta var fín byrjun. Þetta var ekki hinn hefðbundni landsleikur. Samt sem áður var fínt að halda hreinu og stjórna leiknum,“ sagði Gylfi við Vísi eftir leik. „Við vissum að myndum vinna leikinn en staðan 1-0 er hættuleg. Við stjórnuðum leiknum ágætlega og þeir fengu ekki mörg færi. Það var aðallega þegar þeir hentu sér niður og fengu aukaspyrnur að það skapaðist smá hætta.“ Gylfi gaf liði Andorra ekki háa einkunn. „Þetta er arfaslakt lið en það er samt erfitt að koma hingað. Gervigrasið er mjög lélegt og eitthvað sem við erum ekki vanir. Það var erfitt að ná upp hröðu spili. Þeir hentu sér niður í sífellu og voru alltaf meiddir. Við gerðum vel og förum sáttir héðan,“ sagði Gylfi. „Þeir pressuðu ekkert og þetta er eitt lélegasta landslið sem ég hef spilað á móti. Við erum ekkert himinlifandi með spilamennskuna en mótspyrnan var engin. Það eiga samt einhver lið eftir að vera í basli hérna. Þess vegna er gott að byrja á sigri.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Parísar þar sem það mætir heimsmeisturum Frakka á mánudaginn. Það verður allt öðruvísi leikur. „Þetta eru leikirnir sem við viljum spila; gegn heimsmeisturum Frakka í París. Vonandi getum við strítt þeim. Þetta verður allt öðruvísi leikur en í kvöld. Frakkarnir verða miklu meira með boltann en við þurfum að vera þéttir eins og í síðasta leik gegn þeim. Þetta verða mikil hlaup og við þurfum að sækja hratt þegar við fáum tækifæri til þess,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Twitter yfir Ísland - Andorra | Rútubílstjórar ekki í verkfalli í Andorra Íslenska þjóðin var að vanda virk á Twitter á meðan strákarnir okkar voru í eldlínunni í undankeppni EM í fótbolta í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:01 Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30 Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Viðar Örn Kjartansson var búinn að ákveða að fagna eins og hann gerði ef hann skyldi skora gegn Andorra í kvöld, sem og hann gerði. 22. mars 2019 22:27 Aron Einar: Virkilega ánægður Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var sáttur með dagsverkið. 22. mars 2019 22:28 Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56 Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Twitter yfir Ísland - Andorra | Rútubílstjórar ekki í verkfalli í Andorra Íslenska þjóðin var að vanda virk á Twitter á meðan strákarnir okkar voru í eldlínunni í undankeppni EM í fótbolta í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:01
Umfjöllun: Andorra - Ísland 2-0 | Skylduverki lokið sem betur fer Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld. 22. mars 2019 22:30
Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Viðar Örn Kjartansson var búinn að ákveða að fagna eins og hann gerði ef hann skyldi skora gegn Andorra í kvöld, sem og hann gerði. 22. mars 2019 22:27
Aron Einar: Virkilega ánægður Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var sáttur með dagsverkið. 22. mars 2019 22:28
Raggi Sig: Þeir voru gjörsamlega óþolandi Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Íslands í 0-2 sigri á Andorra í fyrsta leik undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:56
Hamrén: Mikilvægast að vinna Landsliðsþjálfarinn gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Andorra í kvöld. 22. mars 2019 22:12