Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 22:27 Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira
Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45