Ronaldo sá síðasti sem náði að klára Andorra á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2019 15:00 Cristiano Ronaldo skoraði síðast þegar að Andorra tapaði heimaleik. vísir/getty Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld þegar að þeir mæta öðru smáríki, Andorra, á útivelli en eftir leik halda þeir svo til Parísar og mæta heimsmeisturum Frakka á mánudagskvöldið. Íslenska liðið er mun sigurstranglegra í kvöld en Andorra hefur orðið ansi erfitt heim að sækja síðustu mánuði. Það spilaði Þrjá heimaleiki á síðasta ári og gerði jafntefli í þeim öllum. Andorra fékk á sig eitt mark á móti Kasakstan og Georgíu í Þjóðadeildinni í þessum heimaleikjum en hélt svo hreinu á móti Lettlandi. Í heildina var 2018 frábært ár fyrir Andorra en það tapaði aðeins tveimur af níu leikjum, gerði sex jafntefli og vann einn útileik á móti Lichtenstein. Síðasta liðið til að mæta til Andorra og vinna voru Evrópumeistarar Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi en Ronaldo skoraði annað markið í 2-0 sigri Portúgal í október 2017. Leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. Andorra varð til sem landslið árið 1996 og er eitt það slakasta í sögunni en það hefur aðeins unnið sex leiki af 153 og gert 18 jafntefli. Það hefur fengið á sig 397 mörk en skorað aðeins 42 mörk. Andorra vann ekki leik í rúm tólf ár eða eða frá því í lok árs 2004 til byrjun árs 2017 þegar að það vann tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, þar á meðan frábæran sigur á Ungverjalandi, 1-0, í undankeppni HM 2018. Heimavöllur liðsins hefur verið mikið vígi undanfarin tvö ár en það hefur aðeins tapað þessum eina heimaleik á móti Portúgal í síðustu sex heimaleikjum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00 Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld þegar að þeir mæta öðru smáríki, Andorra, á útivelli en eftir leik halda þeir svo til Parísar og mæta heimsmeisturum Frakka á mánudagskvöldið. Íslenska liðið er mun sigurstranglegra í kvöld en Andorra hefur orðið ansi erfitt heim að sækja síðustu mánuði. Það spilaði Þrjá heimaleiki á síðasta ári og gerði jafntefli í þeim öllum. Andorra fékk á sig eitt mark á móti Kasakstan og Georgíu í Þjóðadeildinni í þessum heimaleikjum en hélt svo hreinu á móti Lettlandi. Í heildina var 2018 frábært ár fyrir Andorra en það tapaði aðeins tveimur af níu leikjum, gerði sex jafntefli og vann einn útileik á móti Lichtenstein. Síðasta liðið til að mæta til Andorra og vinna voru Evrópumeistarar Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi en Ronaldo skoraði annað markið í 2-0 sigri Portúgal í október 2017. Leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. Andorra varð til sem landslið árið 1996 og er eitt það slakasta í sögunni en það hefur aðeins unnið sex leiki af 153 og gert 18 jafntefli. Það hefur fengið á sig 397 mörk en skorað aðeins 42 mörk. Andorra vann ekki leik í rúm tólf ár eða eða frá því í lok árs 2004 til byrjun árs 2017 þegar að það vann tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, þar á meðan frábæran sigur á Ungverjalandi, 1-0, í undankeppni HM 2018. Heimavöllur liðsins hefur verið mikið vígi undanfarin tvö ár en það hefur aðeins tapað þessum eina heimaleik á móti Portúgal í síðustu sex heimaleikjum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00 Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 14:00
Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands. 22. mars 2019 08:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn