Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 18:44 Brak úr eþíópísku Boeing-vélinni sem hrapaði 13. mars. Vísir/EPA Öryggiskerfi sem flugvélaframleiðandinn Boeing seldi flugfélögum aukalega voru ekki til staðar í 737 Max-vélunum sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu. Fyrirtækið ætlar að gera kerfin að staðalbúnaði þegar hugbúnaðaruppfærsla sem það hefur unnið að eftir flugslysin mannskæðu verður tilbúin.Reuters-fréttastofan segir að kerfin, sem voru seld sem aukahlutir, hefðu mögulega getað greint vandamálin sem urðu flugvélunum tveimur að falli. Tæplega 350 manns fórust í slysunum tveimur.New York Times segir að Boeing hafi rukkað flugfélög upp í topp fyrir aukahlutina. Mörg flugfélög, þar á meðal lágjaldaflugfélög eins og Lion Air, indónesíska flugfélagið, sleppi því að kaupa þá og eftirlitsaðilar geri ekki kröfu um að þeir séu til staðar. Líkindin hafa fundist með slysunum og hefur athyglin beinst að sjálfstýringu vélanna sem tekin var í notkun fyrir tveimur árum. Grunur leikur á að rangar upplýsingar frá skynjara gætu hafa virkjað kerfi sem á að koma í veg fyrir að vélin fari í ofris í tilfelli Lion Air-vélarinnar. Mögulegt er talið að aukahlutirnir, mælar sem sýndu annars vegar upplýsingar úr afstöðuskynjurum og hins vegar sem gæfu til kynna ef misræmi væri á milli upplýsinga frá skynjurunum, hefðu getað hjálpað flugmönnum vélanna á Indónesíu og í Eþíópíu að átta sig á að eitthvað bjátaði á fyrr.Rukka því þau geta það Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu fyrir 737 Max-vélarnar sem voru kyrrsettar skömmu eftir slysið á Indónesíu. New York Times segir að mælirinn sem gefur til kynna að misræmi sé í upplýsingum frá skynjurum verði staðalbúnaður í þeirri uppfærslu. Engu að síður verður afstöðumælirinn en valkvæður og þurfa flugfélög að kaupa hann aukalega. Björn Fehrm, greinandi hjá flugmálaráðgjafarfyrirtækinu Leeham, segir við bandaríska blaðið að þeir mælar kosti svo gott sem ekki neitt fyrir flugfélög að setja upp. „Boeing rukkar fyrir þá vegna þess að þau geta það en þeir eru lykilatriði fyrir öryggi,“ segir Fehrm. Bandarísk yfirvöld hafa nú hafið rannsókn á því hvernig Flugmálastofnun Bandaríkjanna (FAA) vottaði 737 Max-vélar Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Öryggiskerfi sem flugvélaframleiðandinn Boeing seldi flugfélögum aukalega voru ekki til staðar í 737 Max-vélunum sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu. Fyrirtækið ætlar að gera kerfin að staðalbúnaði þegar hugbúnaðaruppfærsla sem það hefur unnið að eftir flugslysin mannskæðu verður tilbúin.Reuters-fréttastofan segir að kerfin, sem voru seld sem aukahlutir, hefðu mögulega getað greint vandamálin sem urðu flugvélunum tveimur að falli. Tæplega 350 manns fórust í slysunum tveimur.New York Times segir að Boeing hafi rukkað flugfélög upp í topp fyrir aukahlutina. Mörg flugfélög, þar á meðal lágjaldaflugfélög eins og Lion Air, indónesíska flugfélagið, sleppi því að kaupa þá og eftirlitsaðilar geri ekki kröfu um að þeir séu til staðar. Líkindin hafa fundist með slysunum og hefur athyglin beinst að sjálfstýringu vélanna sem tekin var í notkun fyrir tveimur árum. Grunur leikur á að rangar upplýsingar frá skynjara gætu hafa virkjað kerfi sem á að koma í veg fyrir að vélin fari í ofris í tilfelli Lion Air-vélarinnar. Mögulegt er talið að aukahlutirnir, mælar sem sýndu annars vegar upplýsingar úr afstöðuskynjurum og hins vegar sem gæfu til kynna ef misræmi væri á milli upplýsinga frá skynjurunum, hefðu getað hjálpað flugmönnum vélanna á Indónesíu og í Eþíópíu að átta sig á að eitthvað bjátaði á fyrr.Rukka því þau geta það Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu fyrir 737 Max-vélarnar sem voru kyrrsettar skömmu eftir slysið á Indónesíu. New York Times segir að mælirinn sem gefur til kynna að misræmi sé í upplýsingum frá skynjurum verði staðalbúnaður í þeirri uppfærslu. Engu að síður verður afstöðumælirinn en valkvæður og þurfa flugfélög að kaupa hann aukalega. Björn Fehrm, greinandi hjá flugmálaráðgjafarfyrirtækinu Leeham, segir við bandaríska blaðið að þeir mælar kosti svo gott sem ekki neitt fyrir flugfélög að setja upp. „Boeing rukkar fyrir þá vegna þess að þau geta það en þeir eru lykilatriði fyrir öryggi,“ segir Fehrm. Bandarísk yfirvöld hafa nú hafið rannsókn á því hvernig Flugmálastofnun Bandaríkjanna (FAA) vottaði 737 Max-vélar Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45