Járnsætið reyndist staðsett í Svíþjóð en ekki á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 13:37 Landslagið verður að teljast nokkuð íslenskt í útliti. Skjáskot/Youtube Aðdáendum þáttanna Game of Thrones bauðst að gera tilkall til hins fræga Járnsætis, The Iron Throne, í nýrri auglýsingaherferð fyrir þættina. Sex hásætum var komið fyrir víðsvegar um heiminn en eitt þeirra fannst í Svíþjóð í dag. Hásætið reyndist því ekki vera á Íslandi, líkt og margir höfðu talið líklegt. Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum. „Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.Eitt hásætið stóð innan um snæviþakin fjöll og þótti mörgum landslagið minna um margt á Ísland. Íslandi hafði þannig verið velt upp sem mögulegri staðsetningu í athugasemdum við umrætt myndband en í dag kom í ljós að hásætið var staðsett í Svíþjóð. Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.The King and Queen in the North! #ForTheThrone #ThroneoftheNorth https://t.co/kOPbDP9KRn pic.twitter.com/dej7BkOCa5— HBO Nordic (@HBOnordic) March 21, 2019 Þá römbuðu aðdáendur á annað hásæti í miðjum skógi fyrr í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.The children of the forest's true kings have arrived. #ForTheThrone #ThroneoftheForest https://t.co/ma95JE6tp0 pic.twitter.com/UhdedAgu47— Sky Atlantic (@skyatlantic) March 20, 2019 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Aðdáendum þáttanna Game of Thrones bauðst að gera tilkall til hins fræga Járnsætis, The Iron Throne, í nýrri auglýsingaherferð fyrir þættina. Sex hásætum var komið fyrir víðsvegar um heiminn en eitt þeirra fannst í Svíþjóð í dag. Hásætið reyndist því ekki vera á Íslandi, líkt og margir höfðu talið líklegt. Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum. „Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.Eitt hásætið stóð innan um snæviþakin fjöll og þótti mörgum landslagið minna um margt á Ísland. Íslandi hafði þannig verið velt upp sem mögulegri staðsetningu í athugasemdum við umrætt myndband en í dag kom í ljós að hásætið var staðsett í Svíþjóð. Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.The King and Queen in the North! #ForTheThrone #ThroneoftheNorth https://t.co/kOPbDP9KRn pic.twitter.com/dej7BkOCa5— HBO Nordic (@HBOnordic) March 21, 2019 Þá römbuðu aðdáendur á annað hásæti í miðjum skógi fyrr í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.The children of the forest's true kings have arrived. #ForTheThrone #ThroneoftheForest https://t.co/ma95JE6tp0 pic.twitter.com/UhdedAgu47— Sky Atlantic (@skyatlantic) March 20, 2019
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30
Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30
Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45