Gylfi: Verður að vera nógu sterkur til að taka næsta víti 24. mars 2019 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“ EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30
Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00
Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00
Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30