Hannes: Þykir vænt um Pepsi Max-deildina en er enn leikmaður Qarabag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 20:30 Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00
Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15