Reynsluboltarnir fara ekki með kvennalandsliðinu til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:08 Sandra María Jessen er aftur komin inn í A-landsliðið. Hér er hún á EM 2017. Getty/ Catherine Ivill Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira