Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Heimavellir hyggjast nýta söluandvirðið til þess að greiða upp óhagkvæm lán. Fréttablaðið/Stefán Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent