Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn þegar Wolfsburg vann stórsigur á Bayern München, 0-4, í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í dag.
Wolfsburg á því möguleika á að verða bikarmeistari fimmta árið í röð. Í úrslitaleiknum mætir liðið Freiburg sem vann Hoffenheim, 0-2, fyrr í dag.
Pernille Harder skoraði tvívegis fyrir Wolfsburg og Caroline Hansen og Ewa Pajor sitt markið hvor.
Wolfsburg féll úr leik fyrir Lyon í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en var ekki lengi að hrista þau vonbrigði af sér.
Wolfsburg og Bayern eru jöfn að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið.
Wolfsburg í bikarúrslit fimmta árið í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
