Seinni bylgjan: Reyndi á að þjálfa ungan Björgvin Pál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari deildarmeistara Hauka, var besti þjálfari seinni hluta Olís-deildar karla að mati Seinni bylgjunnar. Haukar unnu átta af ellefu leikjum sínum eftir áramót, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Val á laugardaginn. Þá voru Haukar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Gunnar mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á sunnudaginn. „Þetta er það sem við stefndum á og við erum glaðir að hafa náð þessum titli í hús,“ sagði Gunnar sem er á sínu fjórða tímabili með Hauka. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn (2015-16) urðu Haukar Íslands- og deildarmeistarar en næstu tvö tímabil voru ekki gjöful og enginn titill kom í hús. „Það er alltaf pressa í þessu starfi og það þarf að vera pressa. Við viljum berjast um titla og vinna þá. Það er ekkert launungarmál. Við vinnum ekki alltaf en erum glaðir þegar það tekst,“ sagði Gunnar. En hvað lagði grunninn að deildarmeistaratitlinum í vetur? „Ef þú horfir á allt tímabilið skilaði lisðheildin og breiddin þessum titli. Við bjuggum okkur líka til breidd. Við tókum ákvörðun um að veðja á ungu strákana og gefa þeim traust,“ sagði Gunnar og vísaði þar til markvarðanna Grétars Ara Guðjónssonar og Andra Scheving og Darra Aronssonar og Orra Freys Þorkelssonar. Gunnar hóf þjálfaraferilinn hjá Víkingi. Þar þjálfaði hann m.a. landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem lék svo undir stjórn Gunnars hjá Haukum á síðasta tímabili. Gunnar segir að það hafi verið krefjandi að þjálfa ungan Björgvin. „Bjöggi var erfiður í æsku og ég þurfti oft að taka á honum. Þetta reyndi á mann og ég var ekki nema 16-17 ára á þessum tíma. En í dag er Bjöggi ljúfur sem lamb,“ sagði Gunnar. Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Gunnar hefur þjálfað Björgvin Pál í áraraðir, fyrst í yngri flokkum Víkings, svo í íslenska landsliðinu og Haukum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34 Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30 Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00 Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00 Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-26 | Valsmenn skyggðu aðeins á gleði Hauka Valur vann en Haukarnir fagna deildarmeistaratitlinum. 6. apríl 2019 21:45
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla Lokaumferðin í deildinni fór fram í kvöld. 6. apríl 2019 20:34
Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil. 8. apríl 2019 16:30
Seinni bylgjan: Logi ekki sammála valinu á tilþrifum tímabilsins Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála um valið á bestu tilþrifum tímabilsins. 8. apríl 2019 23:00
Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Að mati Seinni bylgjunnar var markvörður Vals sú besta í seinni hluta Olís-deildar kvenna. 8. apríl 2019 17:00
Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni Þjálfaraskiptin hjá Akureyri heppnuðust ekki. Seinni bylgjan fór yfir þessa ákvörðun Akureyringa. 8. apríl 2019 13:45