Coutinho sýnir og sannar að Liverpool hjartað slær enn í brjósti hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Philippe Coutinho fagnar hér sínu síðasta marki sem leikmaður Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira