Kim leiðir með minnsta mun fyrir lokahringinn í Texas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:29 Kim lék á þremur höggum undir pari í dag. vísir/getty Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira