Valsmenn gætu orðið fyrir blóðtöku í Olís-deild karla en Magnús Óli Magnússon gæti verið meiddur í nokkrar vikur. Morgunblaðið greindi frá.
Magnús meiddist á æfingu í gær og í samtali við Morgunblaðið vissi hann lítð um hversu alvarlegt þetta væri. Hann væri á leið í myndatöku á morgun og þá fer úr því skorið hvað sé að.
Meiðslin eru á hné og lenti Magnús í svipuðum meiðslum er hann lék í Svíþjóð. Þá var hann frá í nokkrar vikur en ekki um alvarleg meiðsli var að ræða.
„Ég vona það besta,“ sagði Magnús við mbl.is en hann hefur verið einn albesti leikmaður liðsins og deildarinnar í vetur.
Hann var kallaður upp í A-landsliðshóp Íslands á dögunum sem mætir Norður-Makedóníu tíunda og fjórtánda apríl en óvíst er hvort að Magnús geti tekið þátt í þeim leikjum.
Síðasta umferðin í Olís-deildinni fer fram á laugardaginn og Valur endar í öðru eða þriðja sæti deildarinnar. Þeir mæta Haukum í síðustu umferðinni.