Útvarp 101 er líkt og aðra föstudaga mætt með 101 Fréttir. Uppleggið er sem fyrr að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta.
Dagskrárgerðarkonan Birna María heldur um liðinn þessa vikuna.
Nóg um að vera í menningarlífinu
Vorblót Reykjavík Dans Festival fer fram í Tjarnarbíói um helgina. Á hátíðinni koma fram sviðslistamenn úr öllum áttum en gestir og gangandi fá tækifæri til þess að sjá fiðlutekknó eða skella sér á danssýningu, svo eitthvað sé nefnt. Útvarp 101 verður að sjálfsögðu með útsendara á svæðinu.Ný tónlist og naktir karlmenn
Tónlistarfólkið Emmsjé Gauti og Kristín Anna Valtýsdóttir áttu það sameiginlegt að gefa út tónlist í vikunni. Sá fyrrnefndi gaf út tveggja laga smáskífu en sú síðarnefnda gaf út plötu í fullri lengd eftir að hafa unnið í henni undanfarin 10 ár. Plötuumslagið vakti mikla athygli en það skartar þekktum mönnum úr íslensku menningarlífi þar sem þeir sitja fyrir naktir.Einnig steig fram á sjónarsviðið nýr íslenskur rappari en hinn nafnprúði Krabba Mane gaf út sitt fyrsta lag, Rútína. Í laginu eru þeir Birgir Hákon og Herra Hnetusmjör honum til halds og trausts en meðal leikara í myndbandinu eru þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Magnús Jónsson.