Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík Heimsljós kynnir 5. apríl 2019 10:15 Barn bólusett gegn kóleru í Beira. UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa. Um er ræða eitt umfangsmesta bólusetningarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í. „Frá því að fellibylurinn Idai reið yfir sunnanverða Afríku hafa UNICEF og samstarfsaðilar keppst við að stöðva útbreiðslu kóleru sem smitast hratt við neyðaraðstæður sem þessar. Nú þegar eru yfir eitt þúsund staðfest smit og er ástandið einna verst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Frá því að fellibylurinn reið yfir hafa UNICEF og samstarfsaðilar lagt kapp á að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisgögnum og koma upp læknisaðstöðu til að sinna þeim sem hafa smitast af sjúkdómnum. Það var því mikið ánægjuefni þegar byrjað var að bólusetja fyrstu börnin gegn sjúkdómnum í gær,“ segir í frétt frá UNICEF. „Fellibylurinn kann að vera yfirstaðinn en eyðileggingin er svo gífurleg að Idai mun hafa áhrif á líf hundruð þúsunda barna til lengri tíma. Innviðir eru í rúst, hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst sem hefur gert hjálpastarf mun erfiðara. Það er því mikilvægt að hefja uppbyggingu strax,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Talið er að yfir 3 milljónir manns þurfi nauðsynlega hjálp í Mósambík, Simbabve og Malaví, þar af um helmingurinn börn. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hamförunum og styðja neyðarviðbrögð UNICEF á svæðinu. Hægt er að styðja söfnunina hér.900 þúsund skammtar af bóluefniKólera er bráðsmitandi þarmasýking og dreifist til að mynda með menguðu vatni. Við erfiðar aðstæður sem þessar er mikil hætta á að smitsjúkdómar á borð við kóleru breiðist hratt út. Kólera getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum, en með réttri meðhöndlun ná börnin sér þó á undraverðum tíma og því mikilvægt að sinna fræðslu og forvörnum sem og að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Bólusetningarátak UNICEF og WHO felur meðal annars í sér að: 900.000 skammtar af bóluefni eru komnir á vettvang og byrjað er að bólusetja börn gegn sjúkdómnum; Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með fræðslu og dreifingu á vatnshreinsitöflum, hreinlætisvörum og öðrum hjálpargögnum. „Bólusetningarátakið er eitt af mörgum inngripum UNICEF og samstarfsaðila til að sporna gegn útbreiðslu kóleru,“ segir Michel Le Pechoux, talsmaður UNICEF í Mósambík. „Auk þess er verið að laga vatnsveitukerfi, dreifa vatnshreinsitöflum og viðbragðsteymi veita fræðslu um hvernig eigi að þekkja einkennin og hvernig fjölskyldur geta verndað sig gegn smiti, til dæmis með auknu hreinlæti og bólusetningum.“UNICEF á Íslandi safnar fyrir börn í sunnanverðri AfríkuLjóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa og mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. UNICEF er á vettvangi og hefur þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi er að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig er lögð áhersla á að sameina börn fjölskyldum sínum. Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði á barnvænum svæðum og dreifa skólagögnum. Neyðin er gífurleg og því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa. Um er ræða eitt umfangsmesta bólusetningarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í. „Frá því að fellibylurinn Idai reið yfir sunnanverða Afríku hafa UNICEF og samstarfsaðilar keppst við að stöðva útbreiðslu kóleru sem smitast hratt við neyðaraðstæður sem þessar. Nú þegar eru yfir eitt þúsund staðfest smit og er ástandið einna verst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Frá því að fellibylurinn reið yfir hafa UNICEF og samstarfsaðilar lagt kapp á að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisgögnum og koma upp læknisaðstöðu til að sinna þeim sem hafa smitast af sjúkdómnum. Það var því mikið ánægjuefni þegar byrjað var að bólusetja fyrstu börnin gegn sjúkdómnum í gær,“ segir í frétt frá UNICEF. „Fellibylurinn kann að vera yfirstaðinn en eyðileggingin er svo gífurleg að Idai mun hafa áhrif á líf hundruð þúsunda barna til lengri tíma. Innviðir eru í rúst, hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst sem hefur gert hjálpastarf mun erfiðara. Það er því mikilvægt að hefja uppbyggingu strax,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Talið er að yfir 3 milljónir manns þurfi nauðsynlega hjálp í Mósambík, Simbabve og Malaví, þar af um helmingurinn börn. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hamförunum og styðja neyðarviðbrögð UNICEF á svæðinu. Hægt er að styðja söfnunina hér.900 þúsund skammtar af bóluefniKólera er bráðsmitandi þarmasýking og dreifist til að mynda með menguðu vatni. Við erfiðar aðstæður sem þessar er mikil hætta á að smitsjúkdómar á borð við kóleru breiðist hratt út. Kólera getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum, en með réttri meðhöndlun ná börnin sér þó á undraverðum tíma og því mikilvægt að sinna fræðslu og forvörnum sem og að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Bólusetningarátak UNICEF og WHO felur meðal annars í sér að: 900.000 skammtar af bóluefni eru komnir á vettvang og byrjað er að bólusetja börn gegn sjúkdómnum; Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með fræðslu og dreifingu á vatnshreinsitöflum, hreinlætisvörum og öðrum hjálpargögnum. „Bólusetningarátakið er eitt af mörgum inngripum UNICEF og samstarfsaðila til að sporna gegn útbreiðslu kóleru,“ segir Michel Le Pechoux, talsmaður UNICEF í Mósambík. „Auk þess er verið að laga vatnsveitukerfi, dreifa vatnshreinsitöflum og viðbragðsteymi veita fræðslu um hvernig eigi að þekkja einkennin og hvernig fjölskyldur geta verndað sig gegn smiti, til dæmis með auknu hreinlæti og bólusetningum.“UNICEF á Íslandi safnar fyrir börn í sunnanverðri AfríkuLjóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa og mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. UNICEF er á vettvangi og hefur þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi er að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig er lögð áhersla á að sameina börn fjölskyldum sínum. Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði á barnvænum svæðum og dreifa skólagögnum. Neyðin er gífurleg og því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent