Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 14:00 Silla Berg og Júlía Helgadóttir skemmta sér við að máta flíkur og greina tískustrauma og -stefnur þegar tími gefst til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”