Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 14:30 Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum. Getty/Matthew Horwood Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala. Cardiff keypti Emiliano Sala á 15 milljónir punda frá Nantes og Argentínumaðurinn hafði flogið til Wales og gengið frá öllum málum. Hann snéri síðan aftur til Nantes í stutta ferð sem reyndist örlagarík. Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum þegar hann var á leið aftur til Cardiff og náði aldrei að æfa með velska félaginu hvað þá að spila leik.Exclusive: Cardiff City ready to call truce with Nantes over £15m Emiliano Sala feud https://t.co/Zw2PyzbWxp — Telegraph Football (@TeleFootball) April 3, 2019Eftir stóð að Cardiff City skuldaði Nantes þessar fimmtán milljónir punda þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aldrei spilað fyrir félagið. Það hefur ekki verið gott á milli félaganna síðan en þetta eru miklir peningar fyrir ekki stærri klúbba. Daily Telegraph segir frá því að Cardiff City hafi nú óskað eftir sáttafundi með forráðamönnum Nantes. Markmiðið er að leysa þetta mál án þess að Alþjóða knattspyrnusambandið þurfi að fara að skipta sér formlega að því. FIFA þarf mögulega að koma að málinu takist félögunum ekki að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði þó fyrir mánuði síðan að óskastaðan væri að félögin myndu sjálf komast að niðurstöðu. Cardiff hefur ekki enn látið Nantes fá fyrstu greiðslu fyrir Emiliano Sala en velska félagið hefur fengið lengri frest eða til 15. apríl. Þar kemur inni í vilji Cardiff manna til að hittast á sáttafundi með fulltrúum franska félagsins. Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala. Cardiff keypti Emiliano Sala á 15 milljónir punda frá Nantes og Argentínumaðurinn hafði flogið til Wales og gengið frá öllum málum. Hann snéri síðan aftur til Nantes í stutta ferð sem reyndist örlagarík. Emiliano Sala lést í flugslysi á Ermarsundi fyrir tveimur mánuðum þegar hann var á leið aftur til Cardiff og náði aldrei að æfa með velska félaginu hvað þá að spila leik.Exclusive: Cardiff City ready to call truce with Nantes over £15m Emiliano Sala feud https://t.co/Zw2PyzbWxp — Telegraph Football (@TeleFootball) April 3, 2019Eftir stóð að Cardiff City skuldaði Nantes þessar fimmtán milljónir punda þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aldrei spilað fyrir félagið. Það hefur ekki verið gott á milli félaganna síðan en þetta eru miklir peningar fyrir ekki stærri klúbba. Daily Telegraph segir frá því að Cardiff City hafi nú óskað eftir sáttafundi með forráðamönnum Nantes. Markmiðið er að leysa þetta mál án þess að Alþjóða knattspyrnusambandið þurfi að fara að skipta sér formlega að því. FIFA þarf mögulega að koma að málinu takist félögunum ekki að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði þó fyrir mánuði síðan að óskastaðan væri að félögin myndu sjálf komast að niðurstöðu. Cardiff hefur ekki enn látið Nantes fá fyrstu greiðslu fyrir Emiliano Sala en velska félagið hefur fengið lengri frest eða til 15. apríl. Þar kemur inni í vilji Cardiff manna til að hittast á sáttafundi með fulltrúum franska félagsins.
Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira