Segja að Kolbeinn fái bara borgað fyrir mörkin sem hann skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:30 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016. Getty/Craig Mercer Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira