Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2019 16:43 Hollenska flugfélagið stekkur til eftir fall WOW og býður uppá ódýrt flug milli KEF og Evrópu. Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia. Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Hollenska flugfélagið Transavia hefur boðað flug milli Schiphol-flugvallar í Hollandi og Keflavíkur. Flug hefst 5. júlí næstkomandi. Hollendingarnir segja í tilkynningu sem þeir birtu á vef sínum fyrir stundu að þeir hyggist ætla að mæta eftirspurn sem skapist með falli WOW air. Þessar áætlanir með flug til Keflavíkur tengjast svo samkeppni í flugi í Evrópu almennt.Ódýrir flugmiðar Hollendingarnir boða að flugmiðinn aðra leiðina muni kosta sem nemur 5.300 krónum aðra leið. Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem nánar er greint frá þessum áformum. Þar kemur fram að flugfélagið muni fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.Flugfreyja í vél Transavia fer yfir öryggisatriðin.Getty/Peter CharlesworthFlytja 15 milljón farþega árlega „Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Travel. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er því að gera Ísland enn aðgengilegra,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem hafði áður sýnt Íslandi áhuga sem vænlegur áfangastaður. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta er virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia í tilkynningu Isavia.
Fréttir af flugi Holland WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira