UNICEF biðlar til almennings um stuðning við neyðaraðgerðir Hiemsljós kynnir 1. apríl 2019 13:45 Ljósmynd frá flóðasvæðunum. Unicef. Að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eiga rúmlega 1,5 milljónir barna um sárt að binda á hamfarasvæðunum í sunnanverðri Afríku. „Þegar fellibylurinn Idai reið yfir suðurströnd Afríku með tilheyrandi flóðum þann 15. mars varð eyðileggingin gífurleg, þá sérstaklega í hlutum Mósambík, Simbabve og Malaví. Hamfarirnar eru taldar þær verstu í sunnanverðri Afríku síðustu áratugi. Innviðir á svæðunum eru í rúst - skólar, heimili, spítalar, vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst - og ljóst að uppbygging mun taka langan tíma. Það sem verra er að spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu vikur,“ segir í frétt á vef UNICEF. Þar segir að gífurleg neyð ríki á svæðinu og að UNICEF hafi sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru, sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. „UNICEF leggur því allt kapp við að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og undirbúa bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900 þúsund manns.“Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg Fram kemur í fréttinni að UNICEF sé á vettvangi og hafi þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi sé að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig sé lögð áhersla á að tryggja að börn verði ekki viðskila við foreldra sína og jafnframt að sameina börn sem misst hafi fjölskyldumeðlimi. „Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði og dreifa skólagögnum,“ segir í frétt UNICEF.Biðla til almennings„Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa en mun fleiri eru nú í hættu vegna uppskerubrests og smitsjúkdóma. Mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. Því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings um að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða eins og í sunnanverðri Afríku. Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF hér,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent
Að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eiga rúmlega 1,5 milljónir barna um sárt að binda á hamfarasvæðunum í sunnanverðri Afríku. „Þegar fellibylurinn Idai reið yfir suðurströnd Afríku með tilheyrandi flóðum þann 15. mars varð eyðileggingin gífurleg, þá sérstaklega í hlutum Mósambík, Simbabve og Malaví. Hamfarirnar eru taldar þær verstu í sunnanverðri Afríku síðustu áratugi. Innviðir á svæðunum eru í rúst - skólar, heimili, spítalar, vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst - og ljóst að uppbygging mun taka langan tíma. Það sem verra er að spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu vikur,“ segir í frétt á vef UNICEF. Þar segir að gífurleg neyð ríki á svæðinu og að UNICEF hafi sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru, sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. „UNICEF leggur því allt kapp við að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og undirbúa bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900 þúsund manns.“Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg Fram kemur í fréttinni að UNICEF sé á vettvangi og hafi þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi sé að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig sé lögð áhersla á að tryggja að börn verði ekki viðskila við foreldra sína og jafnframt að sameina börn sem misst hafi fjölskyldumeðlimi. „Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði og dreifa skólagögnum,“ segir í frétt UNICEF.Biðla til almennings„Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa en mun fleiri eru nú í hættu vegna uppskerubrests og smitsjúkdóma. Mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. Því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings um að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða eins og í sunnanverðri Afríku. Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF hér,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent