Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:00 Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki. Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki.
Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira