Næsta Playstation tölvan kemur ekki út á þessu ári 17. apríl 2019 11:06 Verny gaf upp töluverðar upplýsingar um búnað nýju leikjatölvunnar og sagði meðal annars að hægt yrði að spila PS4 leiki í henni. EPA/MIKE NELSON Næsta PlayStation leikjatölvan mun ekki koma út á þessu ári. Þetta staðfesti Mark Cerny, einn af hönnuðum Playstation 4 og yfirmaður hönnunar nýju tölvunnar, í viðtali við Wired sem birt var í gær. Verny gaf upp töluverðar upplýsingar um búnað nýju leikjatölvunnar og sagði meðal annars að hægt yrði að spila PS4 leiki í henni.Nafn leikjatölvunnar liggur ekki fyrir en köllum hana PS5 í bili, og Cerny vildi heldur ekki fara út í hvað hún myndi kosta. Hann sagði þó nokkra leikjaframleiðendur hafa verið að vinna leiki með tilliti til PS5 og að Sony hefði nýverið gert fleirum kleift að gera hið sama. Tölvan mun búa yfir sérstöku hljóðkorti sem styður þrívíddarhljóð fyrir sýndarveruleika og mun hún einnig mögulega styðja við 8K sjónvörp. Ef marka má orð Cerney verður um verulega uppfærslu að ræða varðandi getu PS5, samanborið við PS4. Nýja tölvan mun búa yfir átta kjarna örgjörva frá AMD sem byggir á Ryzen línu fyrirtækisins. Skjákort tölvunnar mun vera sérstök útgáfa af Navi línu Raedon og mun styðja svokallað „ray tracing“ sem gerir leikjaframleiðendum kleift að bjóða upp á mjög raunverulega ljósgeisla, endurspeglanir og skugga. Tölvan verður einnig búin svokölluðum SSD hörðum diskum, sem eru hraðvirkari en hefðbundnir harðir diskar og Cerny segir að það muni leiða til þess að notendur verði fljótari að hlaða niður leikjum, grafík verði betri og að notendur muni verja minni tíma í að horfa á tölvurnar vinna. Hann vildi ekki segja hvaða fyrirtæki muni framleiða umrædda harða diska en sagði að þeir yrðu töluvert betri en allir SSD diskar sem séu í boði fyrir PC tölvur í dag. Sem dæmi, þá sýndi Cerny blaðamanni Wired leikinn Spider-Man í PS4. Þá veldi hann að láta Spidey ferðast á milli staða og tók það tölvuna fimmtán sekúndur að klára þá vinnu. Hann gerði það sama í útgáfu af nýju tölvunni, sem var falin í kassa, og þar tók ferlið 0,8 sekúndur. Hér má sjá myndbönd þar sem „ray tracing“ er útskýrt. Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Næsta PlayStation leikjatölvan mun ekki koma út á þessu ári. Þetta staðfesti Mark Cerny, einn af hönnuðum Playstation 4 og yfirmaður hönnunar nýju tölvunnar, í viðtali við Wired sem birt var í gær. Verny gaf upp töluverðar upplýsingar um búnað nýju leikjatölvunnar og sagði meðal annars að hægt yrði að spila PS4 leiki í henni.Nafn leikjatölvunnar liggur ekki fyrir en köllum hana PS5 í bili, og Cerny vildi heldur ekki fara út í hvað hún myndi kosta. Hann sagði þó nokkra leikjaframleiðendur hafa verið að vinna leiki með tilliti til PS5 og að Sony hefði nýverið gert fleirum kleift að gera hið sama. Tölvan mun búa yfir sérstöku hljóðkorti sem styður þrívíddarhljóð fyrir sýndarveruleika og mun hún einnig mögulega styðja við 8K sjónvörp. Ef marka má orð Cerney verður um verulega uppfærslu að ræða varðandi getu PS5, samanborið við PS4. Nýja tölvan mun búa yfir átta kjarna örgjörva frá AMD sem byggir á Ryzen línu fyrirtækisins. Skjákort tölvunnar mun vera sérstök útgáfa af Navi línu Raedon og mun styðja svokallað „ray tracing“ sem gerir leikjaframleiðendum kleift að bjóða upp á mjög raunverulega ljósgeisla, endurspeglanir og skugga. Tölvan verður einnig búin svokölluðum SSD hörðum diskum, sem eru hraðvirkari en hefðbundnir harðir diskar og Cerny segir að það muni leiða til þess að notendur verði fljótari að hlaða niður leikjum, grafík verði betri og að notendur muni verja minni tíma í að horfa á tölvurnar vinna. Hann vildi ekki segja hvaða fyrirtæki muni framleiða umrædda harða diska en sagði að þeir yrðu töluvert betri en allir SSD diskar sem séu í boði fyrir PC tölvur í dag. Sem dæmi, þá sýndi Cerny blaðamanni Wired leikinn Spider-Man í PS4. Þá veldi hann að láta Spidey ferðast á milli staða og tók það tölvuna fimmtán sekúndur að klára þá vinnu. Hann gerði það sama í útgáfu af nýju tölvunni, sem var falin í kassa, og þar tók ferlið 0,8 sekúndur. Hér má sjá myndbönd þar sem „ray tracing“ er útskýrt.
Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira