Stórt próf fyrir lærisveina Pep Guardiola í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Sergio Aguero og Raheem Sterling fagna marki hjá Manchester City. Getty/Laurence Griffiths Manchester City og Tottenham mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sama tíma er Manchester City einum leik frá því að komast í undanúrslitin í annað sinn í sögu félagsins. Líkt og í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester City örlögin í eigin höndum þegar lokaspretturinn er að hefjast. Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum í Manchester sem hefur verið vígi City-manna undanfarin ár. Síðan Crystal Palace vann óvætan sigur tveimur dögum fyrir jól hefur Manchester City leikið tólf leiki í öllum keppnum á heimavelli og eru tólf sigrar staðreynd. Sergio Aguero reyndist Tottenham erfiður fyrstu ár Aguero á Englandi þegar hann skoraði tíu mörk í sjö en hann hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum gegn Tottenham. Þetta er fyrri viðureign liðanna í þessari viku sem mætast á ný um helgina. Á einni viku mætir Manchester City því Tottenham tvisvar og á leik gegn Manchester United eftir viku. „Ef við vinnum ekki þessa þrjá leiki þá erum við úr sögunni í tveimur keppnum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur en við erum bara að spila úrslitaleiki þessa dagana,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City í aðdraganda leiksins. Tottenham leikur án Harry Kane eftir að Kane meiddist í fyrri leik liðanna en það ætti ekki að há Spurs. Tottenham vann fimm leiki af sjö þegar Kane var meiddur í byrjun árs og þekkir Mauricio Pochettino því vel að leggja upp leiki án síns helsta markaskorara. Á sama tíma tekur Porto á móti Liverpool í Portúgal. Þegar þessi lið mættust á sama velli í fyrra vann Liverpool 5-0 sigur en Bítlaborgarmenn leiða 2-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Manchester City og Tottenham mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sama tíma er Manchester City einum leik frá því að komast í undanúrslitin í annað sinn í sögu félagsins. Líkt og í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester City örlögin í eigin höndum þegar lokaspretturinn er að hefjast. Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum í Manchester sem hefur verið vígi City-manna undanfarin ár. Síðan Crystal Palace vann óvætan sigur tveimur dögum fyrir jól hefur Manchester City leikið tólf leiki í öllum keppnum á heimavelli og eru tólf sigrar staðreynd. Sergio Aguero reyndist Tottenham erfiður fyrstu ár Aguero á Englandi þegar hann skoraði tíu mörk í sjö en hann hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum gegn Tottenham. Þetta er fyrri viðureign liðanna í þessari viku sem mætast á ný um helgina. Á einni viku mætir Manchester City því Tottenham tvisvar og á leik gegn Manchester United eftir viku. „Ef við vinnum ekki þessa þrjá leiki þá erum við úr sögunni í tveimur keppnum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur en við erum bara að spila úrslitaleiki þessa dagana,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City í aðdraganda leiksins. Tottenham leikur án Harry Kane eftir að Kane meiddist í fyrri leik liðanna en það ætti ekki að há Spurs. Tottenham vann fimm leiki af sjö þegar Kane var meiddur í byrjun árs og þekkir Mauricio Pochettino því vel að leggja upp leiki án síns helsta markaskorara. Á sama tíma tekur Porto á móti Liverpool í Portúgal. Þegar þessi lið mættust á sama velli í fyrra vann Liverpool 5-0 sigur en Bítlaborgarmenn leiða 2-0 eftir fyrri leik liðanna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira