Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Breiðabli 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári sem var það fyrsta undir stjórn nýs þjálfara. Blikarnir voru flottir í fyrra og náðu bæði silfri í deild og bikar og var komin almennt meiri leikgleði í liðið og umgjörðin öll tekin í gegn í kringum félagið. Blikarnir eru fórnarlömb eigin velgengni þegar kemur að því að búa til endalaust af góðum leikmönnum og hafa þeir misst nokkra væna bita í atvinnumennskuna eins og svo oft áður. Fleiri erlendir leikmenn eru á mála hjá því en undanfarin ár til að fylla í skörðin fyrir þá sem eru farnir en Breiðablik ætlar sér áframhaldandi stóra hluti. Það verður ekki annað sagt en fyrsta tímabil Ágústar Gylfasonar hafi lukkast mjög vel í Kópavoginum og virðast menn þar hafa veðjað algjörlega á réttan hest. Tvö silfur og 44 stig í deildinni niðurstaðan en liðið skoraði þriðja mest allra í deildinni og fékk á sig langfæst.Baksýnisspegillinn Óvíst er hvort Breiðablik hefði haldið dampi út allt mótið ef það hefði ekki fundið danska markahrókinn Thomas Mikkelsen sem skoraði í frumraun sinni í deildinni og hætti svo ekki að skora. Daninn skoraði í heildina tíu mörk í ellefu leikjum og átti hvað stærstan þátt í velgengni liðsins á seinni hluta Íslandsmótsins og í bikarnum en koma hans gjörsamlega breytti gangi mála hjá Blikunum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKvarnast hefur af miðjunni hjá Breiðabliki en Andri Rafn Yeoman er að sjálfsögðu á sínum stað. Töfrar Gísla Eyjólfssonar flugu með honum til Svíþjóðar en á miðjunni koma inn uppaldir Blikar sem kunna sitthvað fyrir sér í boltanum og svo bættist við einn reynslubolti og sigurvegari korter í mót. Framlínan ætti að geta boðið upp á fleiri mörk en í fyrra en spurning er hvort Davíð Ingvarsson geti fyllt almennilega í skarð Davíðs Kristjáns Ólafssonar sem að fór til Noregs.HryggjarstykkiðGunnleifur Gunnleifsson (f. 1975): Markvörðurinn eilífi átti sitt besta tímabil í þrjú ár í fyrra er hann fékk aðeins á sig 17 mörk fyrir aftan gríðarlega sterka vörn. Þrátt fyrir að verða 43 ára í fyrra varði hann 78 prósent skotanna sem að hann fékk á sig sem var hæsta hlutfallið í deildinni. Aldur er algjörlega afstæður þegar kemur að Gunnleifi sem er engum líkur í markinu.Damir Muminovic (f. 1990): Miðvörðurinn klettharði er búinn að vera stoð og stytta í varnarleik Blikanna í fimm ár og verður bara betri með hverju árinu. Damir er ekki bara sterkur og stór heldur les hann leikinn vel og var í fimmta sæti yfir unna bolta á vallarhemingi mótherjans og þá kláraði hann 83 prósent af 1.114 sendingum sínum á síðustu leiktíð sem sýnir að hann er alltaf að verða betri leikmaður. Damir er sá maður í vörn Breiðabliks sem þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu sinni.Andri Rafn Yeoman (f. 1992): Miðjumaðurinn sem að getur hlaupið endalaust er að hefja sína elleftu leiktíð í meistaraflokki aðeins 27 ára gamall en hann er búinn að vera byrjunarliðsmaður undanfarinn áratug. Það ber ekki minna á nokkrum leikmanni deildarinnar miðað við gæði og framlag en þannig vill Andri hafa það. Hann var einn af tíu bestu miðjumönnum deildarinnar í fyrra sé litið til tölfræðinnar. Markaðurinngrafík/gvendurMarkaðurinn leit ekkert alltof vel út hjá Breiðabliki þar til á dögunum þegar að Guðjón Pétur Lýðsson dúkkaði upp í Kópavoginum eftir að eyða vetrinum fyrir norðan. Þar náðu Blikarnir sér í vænan bita og verður fróðlegt að sjá hvort hann byrjar strax fyrsta leik þegar að Ágúst virtist nú vera kominn með fyrstu þrjá á miðjuna. Viktor Karl Einarsson er gríðarlega spennandi leikmaður sem er að koma heim eftir að vera í hollenskri akademíu en hann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu. Kwame Quee er að koma aftur í efstu deild eftir að spila mjög vel í Inkasso-deildinni í fyrra og þá þekkir Ágúst Þóri Guðjónsson vel. Missirinn er aftur á móti mikill. Miðjan þurrkaðist nánast út með brotthvarfi Willums, Olivers og Gísla en þetta eru engir smá leikmenn sem fóru allir á einu bretti auk þess sem að einn besti vinstri bakvörður deildarinnar fékk einni tækifæri í atvinnumennskunni. Guðjón Pétur reif upp einkunnina hjá Blikunum með komu sinni en liðið hefur engu að síður spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og bætti þarna við sig vænum bita.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn? „Maður rennir dálítið blint í sjóinn með Blikana,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, um Breiðablik fyrir komandi sumar. „Mér fannst Ágúst gera þetta vel í fyrra á sinni fyrstu leiktíð. Hann bjó til skemmtilegan kjarna og kom með góða stemningu. Hann nálgaðist liðið öðruvísi held ég en fyrri þjálfarar höfðu gert.“ „Breytingarnar á liðinu núna á milli ára eru töluvert miklar og ég hef ekki séð þá styrkingu sem ég taldi að þeir þurftu á að halda til að fara þangað sem Breiðablik vill fara. Mér finnst þeir hafa misst mikið og þá sérstaklega af miðsvæðinu,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBreiðablik náði sínum besta árangri undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sem gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta og eina skiptið 2010 og undir hans stjórn vann félagið líka fyrsta titilinn í karlaflokki árið áður þegar Blikar urðu bikarmeistarar 2009.Andri Rafn Yeoman er orðinn langleikjahæsti Blikinn í efstu deild og vantar nú aðeins níu leiki í að spila tvö hundruð leiki fyrir Breiðablik í úrvalsdeild. Andri Rafn er með 191 leik en næstur er Kristinn Jónsson með 148 leiki.Kristinn Steindórsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild með 34 mörk en hann bætti markamat Sigurðar Grétarssonar (31) áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2011 tímabilið. Sigurður var þá búinn að eiga það í að verða þrjá áratugi.Kristinn Jónsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Breiðablik í efstu deild eða alls 33. Hann er með ellefu fleiri stoðsendingar en næsti maður sem er Arnar Grétarsson (22). Vinsælasta sæti Blika í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið tvö ár í röð frá 2016 til 2017. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem nánast öll miðjan var keypt út í atvinnumennsku eða fengin aftur eftir lán væri nú ekki slæmt fyrir Blikana að nýta krafta og töfra Arnars Grétarssonar á miðjunni sem kláraði ferilinn sem bikarmeistari með uppeldisfélaginu. Arnar gæti svo líka hjálpað til við þjálfun liðsins en hann hafði náð frábærum árangri með Breiðablik áður en hann fór í skrúfuna og hann var látinn fara eftir tvo leiki fyrir tveimur árum síðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Breiðabli 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári sem var það fyrsta undir stjórn nýs þjálfara. Blikarnir voru flottir í fyrra og náðu bæði silfri í deild og bikar og var komin almennt meiri leikgleði í liðið og umgjörðin öll tekin í gegn í kringum félagið. Blikarnir eru fórnarlömb eigin velgengni þegar kemur að því að búa til endalaust af góðum leikmönnum og hafa þeir misst nokkra væna bita í atvinnumennskuna eins og svo oft áður. Fleiri erlendir leikmenn eru á mála hjá því en undanfarin ár til að fylla í skörðin fyrir þá sem eru farnir en Breiðablik ætlar sér áframhaldandi stóra hluti. Það verður ekki annað sagt en fyrsta tímabil Ágústar Gylfasonar hafi lukkast mjög vel í Kópavoginum og virðast menn þar hafa veðjað algjörlega á réttan hest. Tvö silfur og 44 stig í deildinni niðurstaðan en liðið skoraði þriðja mest allra í deildinni og fékk á sig langfæst.Baksýnisspegillinn Óvíst er hvort Breiðablik hefði haldið dampi út allt mótið ef það hefði ekki fundið danska markahrókinn Thomas Mikkelsen sem skoraði í frumraun sinni í deildinni og hætti svo ekki að skora. Daninn skoraði í heildina tíu mörk í ellefu leikjum og átti hvað stærstan þátt í velgengni liðsins á seinni hluta Íslandsmótsins og í bikarnum en koma hans gjörsamlega breytti gangi mála hjá Blikunum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKvarnast hefur af miðjunni hjá Breiðabliki en Andri Rafn Yeoman er að sjálfsögðu á sínum stað. Töfrar Gísla Eyjólfssonar flugu með honum til Svíþjóðar en á miðjunni koma inn uppaldir Blikar sem kunna sitthvað fyrir sér í boltanum og svo bættist við einn reynslubolti og sigurvegari korter í mót. Framlínan ætti að geta boðið upp á fleiri mörk en í fyrra en spurning er hvort Davíð Ingvarsson geti fyllt almennilega í skarð Davíðs Kristjáns Ólafssonar sem að fór til Noregs.HryggjarstykkiðGunnleifur Gunnleifsson (f. 1975): Markvörðurinn eilífi átti sitt besta tímabil í þrjú ár í fyrra er hann fékk aðeins á sig 17 mörk fyrir aftan gríðarlega sterka vörn. Þrátt fyrir að verða 43 ára í fyrra varði hann 78 prósent skotanna sem að hann fékk á sig sem var hæsta hlutfallið í deildinni. Aldur er algjörlega afstæður þegar kemur að Gunnleifi sem er engum líkur í markinu.Damir Muminovic (f. 1990): Miðvörðurinn klettharði er búinn að vera stoð og stytta í varnarleik Blikanna í fimm ár og verður bara betri með hverju árinu. Damir er ekki bara sterkur og stór heldur les hann leikinn vel og var í fimmta sæti yfir unna bolta á vallarhemingi mótherjans og þá kláraði hann 83 prósent af 1.114 sendingum sínum á síðustu leiktíð sem sýnir að hann er alltaf að verða betri leikmaður. Damir er sá maður í vörn Breiðabliks sem þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu sinni.Andri Rafn Yeoman (f. 1992): Miðjumaðurinn sem að getur hlaupið endalaust er að hefja sína elleftu leiktíð í meistaraflokki aðeins 27 ára gamall en hann er búinn að vera byrjunarliðsmaður undanfarinn áratug. Það ber ekki minna á nokkrum leikmanni deildarinnar miðað við gæði og framlag en þannig vill Andri hafa það. Hann var einn af tíu bestu miðjumönnum deildarinnar í fyrra sé litið til tölfræðinnar. Markaðurinngrafík/gvendurMarkaðurinn leit ekkert alltof vel út hjá Breiðabliki þar til á dögunum þegar að Guðjón Pétur Lýðsson dúkkaði upp í Kópavoginum eftir að eyða vetrinum fyrir norðan. Þar náðu Blikarnir sér í vænan bita og verður fróðlegt að sjá hvort hann byrjar strax fyrsta leik þegar að Ágúst virtist nú vera kominn með fyrstu þrjá á miðjuna. Viktor Karl Einarsson er gríðarlega spennandi leikmaður sem er að koma heim eftir að vera í hollenskri akademíu en hann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu. Kwame Quee er að koma aftur í efstu deild eftir að spila mjög vel í Inkasso-deildinni í fyrra og þá þekkir Ágúst Þóri Guðjónsson vel. Missirinn er aftur á móti mikill. Miðjan þurrkaðist nánast út með brotthvarfi Willums, Olivers og Gísla en þetta eru engir smá leikmenn sem fóru allir á einu bretti auk þess sem að einn besti vinstri bakvörður deildarinnar fékk einni tækifæri í atvinnumennskunni. Guðjón Pétur reif upp einkunnina hjá Blikunum með komu sinni en liðið hefur engu að síður spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og bætti þarna við sig vænum bita.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn? „Maður rennir dálítið blint í sjóinn með Blikana,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, um Breiðablik fyrir komandi sumar. „Mér fannst Ágúst gera þetta vel í fyrra á sinni fyrstu leiktíð. Hann bjó til skemmtilegan kjarna og kom með góða stemningu. Hann nálgaðist liðið öðruvísi held ég en fyrri þjálfarar höfðu gert.“ „Breytingarnar á liðinu núna á milli ára eru töluvert miklar og ég hef ekki séð þá styrkingu sem ég taldi að þeir þurftu á að halda til að fara þangað sem Breiðablik vill fara. Mér finnst þeir hafa misst mikið og þá sérstaklega af miðsvæðinu,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBreiðablik náði sínum besta árangri undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sem gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta og eina skiptið 2010 og undir hans stjórn vann félagið líka fyrsta titilinn í karlaflokki árið áður þegar Blikar urðu bikarmeistarar 2009.Andri Rafn Yeoman er orðinn langleikjahæsti Blikinn í efstu deild og vantar nú aðeins níu leiki í að spila tvö hundruð leiki fyrir Breiðablik í úrvalsdeild. Andri Rafn er með 191 leik en næstur er Kristinn Jónsson með 148 leiki.Kristinn Steindórsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild með 34 mörk en hann bætti markamat Sigurðar Grétarssonar (31) áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2011 tímabilið. Sigurður var þá búinn að eiga það í að verða þrjá áratugi.Kristinn Jónsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Breiðablik í efstu deild eða alls 33. Hann er með ellefu fleiri stoðsendingar en næsti maður sem er Arnar Grétarsson (22). Vinsælasta sæti Blika í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið tvö ár í röð frá 2016 til 2017. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem nánast öll miðjan var keypt út í atvinnumennsku eða fengin aftur eftir lán væri nú ekki slæmt fyrir Blikana að nýta krafta og töfra Arnars Grétarssonar á miðjunni sem kláraði ferilinn sem bikarmeistari með uppeldisfélaginu. Arnar gæti svo líka hjálpað til við þjálfun liðsins en hann hafði náð frábærum árangri með Breiðablik áður en hann fór í skrúfuna og hann var látinn fara eftir tvo leiki fyrir tveimur árum síðan.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00