Ronaldo alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 13:30 Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti