Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 07:45 Um 600 króna viðbótargjald bætist við á flestar póstsendingar sem koma hingað til lands. Fréttablaðið/Ernir Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Allt bendir til að viðbótargjald bætist við flestar póstsendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjarskiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfsþáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum endastöðvasamningum sem binda hendur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjárvanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking samkeppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nærtækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnisrekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vísbendingar um að kostnaður samkeppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira