Hæsta framlagið þriðja árið í röð frá Íslandi – óháð höfðatölu! Heimsljós kynnir 12. apríl 2019 15:00 Stjórn landsnefndar UN Women sem var endurkjörin á aðalfundinum í gærkvöldi. UN Women. Framlag landsnefndar UN Women á Íslandi til alþjóðlegra verkefna nam á síðasta ári 107 milljónum króna og hækkaði um þrettán milljónir milli ára. Þriðja árið í röð er framlag Íslands hæst allra framlaga frá þrettán landsnefndum UN Women víðs vegar um heiminn – óháð höfðatölu! Þetta kom fram á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í gærkvöldi. Arna Grímsdóttir stjórnarformaður UN Women flutti stutta tölu á fundinum um helstu verkefni og árangur í starfi samtakanna á síðasta ári. Ársskýrsla samtakanna var lögð fram ásamt ársreikningi. Engar breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar og því sitja eftirfarandi meðlimir áfram í stjórn: Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri auk þeirra sitja í stjórn Bergur Ebbi Benediktsson, Magnús Orri Schram, Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurgeirsdóttir, Örn Úlfar Sævarsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Stjórnin er annað árið í röð skipuð til jafns konum og körlum, fyrst allra landsnefnda UN Women. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á Íslandi eru rúmlega 7.300.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent
Framlag landsnefndar UN Women á Íslandi til alþjóðlegra verkefna nam á síðasta ári 107 milljónum króna og hækkaði um þrettán milljónir milli ára. Þriðja árið í röð er framlag Íslands hæst allra framlaga frá þrettán landsnefndum UN Women víðs vegar um heiminn – óháð höfðatölu! Þetta kom fram á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í gærkvöldi. Arna Grímsdóttir stjórnarformaður UN Women flutti stutta tölu á fundinum um helstu verkefni og árangur í starfi samtakanna á síðasta ári. Ársskýrsla samtakanna var lögð fram ásamt ársreikningi. Engar breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar og því sitja eftirfarandi meðlimir áfram í stjórn: Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri auk þeirra sitja í stjórn Bergur Ebbi Benediktsson, Magnús Orri Schram, Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurgeirsdóttir, Örn Úlfar Sævarsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Stjórnin er annað árið í röð skipuð til jafns konum og körlum, fyrst allra landsnefnda UN Women. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á Íslandi eru rúmlega 7.300.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent