„Betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2019 20:21 Benedikt er þjálfari KR. vísir/ Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41 Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41 Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41
Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30