Eimskip grípur aftur til uppsagna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:58 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð
Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00
Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14
Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44