Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2019 18:30 Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð. Efnahagsmál Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð.
Efnahagsmál Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira