Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 16:21 Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í nýjustu James Bond kvikmyndinni. Getty/Jemal Countess Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira