Þorsteinn Gauti kemur frá Fram þar sem hann hafði leikið undanfarin ár en í vetur skoraði hann að meðaltali rúmlega fimm mörk í leik með Fram.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur gert samning við Handknatleiksdeild Aftureldingar til næstu þriggja ára. Við bjóðum Þorstein hjartanlega velkominn í Mosfellsbæ! #afturelding#olisdeildinpic.twitter.com/gki3mqSAuT
— Afturelding (@umfafturelding) April 24, 2019
Þorsteinn var einn sprækasti leikmaður Fram í vetur sem náði ekki í úrslitakeppnina en bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarkeppninnar.
Afturelding datt 2-0 út gegn Val í átta liða úrslitunum Olís-deildarinnar en Einar Andri Einarsson verður áfram við stjórnvölinn.
Skyttan Elvar Ásgeirsson er á förum til Þýskalands og er reiknað með að Þorsteinn eigi að fylla hans skarð.