Johnson tók forystuna fyrir lokahringinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. apríl 2019 22:24 Hinn reyndi Dustin Johnson tók forystuna í dag vísir/getty Dustin Johnson leiðir RBC Heritage mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni, með einu höggi fyrir lokahringinn. Johnson hrifsaði forystuna af Shane Lowry, sem leiddi eftir annan hring, með góðum þriðja hring. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag og þrjá skolla, kláraði á þremur höggum undir pari og er samtals á tíu höggum undir pari í mótinu.@DJohnsonPGA is putting circles on the scorecard. #QuickHitspic.twitter.com/Xuo76pv124 — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Írinn Lowry, sem var í 203. sæti stigalista mótaraðarinnar fyrir þetta mót og á aðeins einn sigur á PGA mótaröðinni á ferlinum, átti erfiðar seinni níu holur í dag sem fóru með forystuna. Hann byrjaði fyrri níu nokkuð óaðfinnanlega, fékk ekki einn einasta skolla og spilaði fyrir þremur fuglum. Seinni níu voru hins vegar algjör andstaða. Þar kom enginn fugl og þrír skollar svo hann fór hringinn á parinu. Lowry er þó á níu höggum undir pari í mótinu og er því aðeins einu höggi á eftir Johnson og getur vel endurheimt forystuna með góðum lokahring. Með Lowry í 2. - 4. sæti eru Ian Poulter og Rory Sabbatini. Efsti maður FedEx stigalistans, Matt Kuchar, er jafn í 10. sæti og fer upp um níu sæti frá gærdeginum. Bandaríkjamaðurinn Scot Piercy byrjaði hringinn í dag á svakalegum krafti en hann fór fyrstu fjórar holurnar í röð allar á fugli. Svo hægðist aðeins á honum og það kom skolli á níundu holu. Hann kláraði seinni níu holurnar á pari og fór því hringinn á þremur höggum undir pari og situr þægilega í fimmta sæti á átta höggum undir pari samtals í mótinu.His FOURTH straight birdie. start for @ScottPiercyPGA.#QuickHitspic.twitter.com/keQBkv12lx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Það er þétt setið á toppi töflunnar, tíunda sætið er þremur höggum frá því fyrsta, og verður baráttan á lokahringnum mjög spennandi. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00 á morgun, páskadag. Golf Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Dustin Johnson leiðir RBC Heritage mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni, með einu höggi fyrir lokahringinn. Johnson hrifsaði forystuna af Shane Lowry, sem leiddi eftir annan hring, með góðum þriðja hring. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag og þrjá skolla, kláraði á þremur höggum undir pari og er samtals á tíu höggum undir pari í mótinu.@DJohnsonPGA is putting circles on the scorecard. #QuickHitspic.twitter.com/Xuo76pv124 — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Írinn Lowry, sem var í 203. sæti stigalista mótaraðarinnar fyrir þetta mót og á aðeins einn sigur á PGA mótaröðinni á ferlinum, átti erfiðar seinni níu holur í dag sem fóru með forystuna. Hann byrjaði fyrri níu nokkuð óaðfinnanlega, fékk ekki einn einasta skolla og spilaði fyrir þremur fuglum. Seinni níu voru hins vegar algjör andstaða. Þar kom enginn fugl og þrír skollar svo hann fór hringinn á parinu. Lowry er þó á níu höggum undir pari í mótinu og er því aðeins einu höggi á eftir Johnson og getur vel endurheimt forystuna með góðum lokahring. Með Lowry í 2. - 4. sæti eru Ian Poulter og Rory Sabbatini. Efsti maður FedEx stigalistans, Matt Kuchar, er jafn í 10. sæti og fer upp um níu sæti frá gærdeginum. Bandaríkjamaðurinn Scot Piercy byrjaði hringinn í dag á svakalegum krafti en hann fór fyrstu fjórar holurnar í röð allar á fugli. Svo hægðist aðeins á honum og það kom skolli á níundu holu. Hann kláraði seinni níu holurnar á pari og fór því hringinn á þremur höggum undir pari og situr þægilega í fimmta sæti á átta höggum undir pari samtals í mótinu.His FOURTH straight birdie. start for @ScottPiercyPGA.#QuickHitspic.twitter.com/keQBkv12lx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Það er þétt setið á toppi töflunnar, tíunda sætið er þremur höggum frá því fyrsta, og verður baráttan á lokahringnum mjög spennandi. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00 á morgun, páskadag.
Golf Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira