Mikil spenna fyrir lokahringinn á Hawaii Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2019 09:54 Henderson er efst á Lotte Championship ásamt Nelly Korda. vísir/getty Brooke M. Henderson og Nelly Korda eru efstar og jafnar eftir fyrstu þrjá hringina á Lotte Championship sem fer fram á Hawaii. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Þriðji hringurinn var sísti hringur Korda á mótinu til þessa en hún lék hann á einu höggi undir pari. Það gaf Henderson tækifæri til að komast upp að hlið hennar. Sú kanadíska lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari. Þær Korda eru báðar á samtals 14 höggum undir pari. Henderson vann Lotte Championship í fyrra og getur orðið sú fyrsta til að vinna mótið tvisvar. Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu var með tveggja högga forystu eftir annan hringinn. Hún náði hins vegar engan veginn á strik í nótt og lék þriðja hringinn á tveimur höggum yfir pari. Ji er samt sem áður í 3. sæti mótsins ásamt Minjee Lee frá Ástralíu. Þær eru aðeins einu höggi á eftir Korda og Henderson. Ariya Jutanugarn frá Tælandi lék best á þriðja hringnum og kláraði hann á sex höggum undir pari. Hún er í 5. sæti mótsins, tveimur höggum á eftir efstu konum. Bein útsending frá lokahring Lotte Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooke M. Henderson og Nelly Korda eru efstar og jafnar eftir fyrstu þrjá hringina á Lotte Championship sem fer fram á Hawaii. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Þriðji hringurinn var sísti hringur Korda á mótinu til þessa en hún lék hann á einu höggi undir pari. Það gaf Henderson tækifæri til að komast upp að hlið hennar. Sú kanadíska lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari. Þær Korda eru báðar á samtals 14 höggum undir pari. Henderson vann Lotte Championship í fyrra og getur orðið sú fyrsta til að vinna mótið tvisvar. Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu var með tveggja högga forystu eftir annan hringinn. Hún náði hins vegar engan veginn á strik í nótt og lék þriðja hringinn á tveimur höggum yfir pari. Ji er samt sem áður í 3. sæti mótsins ásamt Minjee Lee frá Ástralíu. Þær eru aðeins einu höggi á eftir Korda og Henderson. Ariya Jutanugarn frá Tælandi lék best á þriðja hringnum og kláraði hann á sex höggum undir pari. Hún er í 5. sæti mótsins, tveimur höggum á eftir efstu konum. Bein útsending frá lokahring Lotte Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira