Holstebro vann mikilvægan sigur á Álaborg í Íslendingaslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.
Holstebro var á botni fjögurra liða riðilsins fyrir leikinn og Álaborg á toppnum, en tvö efstu liðin mæta tveimur efstu liðunum úr hinum úrslitariðlinum í undanúrslitunum.
Íslendingarnir í liði Álaborgar höfðu hægar um sig en oft áður, Janus Daði Smárason náði aðeins að skora eitt mark og Ómar Ingi Magnússon tvö. Ómar Ingi átti þó sex stoðsendingar á liðsfélaga sína.
Holstebro vann leikinn 28-27 eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik. Vignir Svavarsson skoraði eitt marka Holstebro.
