Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 35-31 | Adam Haukur sá rautt í sigri Hauka Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 21:00 vísir/vilhelm Haukar leiða undanúrslita einvígið eftir fjögurra marka sigur á ÍBV á Ásvöllum í dag, 35-31. Haukar var betra liðið lungað af leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem bæði lið keyrðu hratt og það var mikið skorað. Liðin skiptust á að vera í forystu en munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Eftir fyrsta korterið var staðan jöfn 8-8, heimamenn gáfu síðan í og náðu tveggja marka forystu 15-13 þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks en staðan að fyrri hálfleik loknum 18-16, Haukum í vil. Grétar Ari Guðjónsson var frábær í marki Hauka í dag, hann varði fimm dauðafæri frá ÍBV í fyrri hálfleik og hélt áfram uppteknum hætti í þeim síðari. Heimamenn komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og voru komnir í þriggja marka forystu, 20-17. Þá kom áhlaup fyrir gestunum sem stóð stutt við og Haukar náðu strax aftur góðri forystu. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka voru Haukar með fjögurra marka forystu, 27-23. Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hann braut á Hákoni Daða Styrmissyni sem keyrði í hraðaupphlaup. Mikill missir fyrir Hauka ef Adam Haukur þarf að taka út leikbann, hann var besti maður vallarins í dag, skorði 10 mörk og var Eyjamönnum erfiður. ÍBV tókst ekki að minnka muninn og hélt leikurinn áfram á sömu nótum, Haukarnir sigldu öruggum sigri heim í fyrsta leik einvígisins. Lokatölur á Ásvöllum, 35-31, Haukum í vil. Af hverju unnu Haukar? Þeir mættu grimmari til leiks í dag. Frá fyrstu mínútu börðust þeir um alla bolta og keyrðu hratt á Eyjamenn. Það sást vel í sókninni hjá þeim að þeir náðu öllum fráköstum á meðan ÍBV stóð og horfði á. Sóknarleikurinn var uppá 10 hjá þeim og þeir skiluðu sínu bæði í vörn og markvörslu. Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk var maður leiksins, hann skoraði 10 mörk og var stórhættulegur í sókninni. Daníel Þór Ingason var einnig góður en algjörlega frábær í upphafi síðari hálfleiks þegar Haukarnir voru að taka öll völdin á vellinum. Markverðir beggja liða stóðu sig vel í dag, Grétar Ari Guðjónsson varði gríðalega mikilvæga bolta og Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, varði 16 bolta. Kristján Örn Kristjánsson var sterkur í sókninni hjá ÍBV, skoraði 7 mörk en markahæstur var Hákon Daði Styrmisson með 9 mörk. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik vantaði uppá nýtinguna á dauðafærum hjá Eyjamönnum, það vantaði líka baráttuna í leikmenn og viljan til að klára verkefnið. Í seinni hálfleik datt svo leikur ÍBV algjörlega niður, þeir áttu erfitt varnarlega og uppstilltur sóknarleikur gekk illa. Hvað er framundan?Leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn Gunnar á hliðarlínunni.vísir/báraGunnar: Væntanlega sáu þeir eitthvað sem verðskuldar rautt spjaldGunnar Magnússon, þjálfari Hauka, hrósar sínum leikmönnum fyrir það hvernig þeir mættu til leiks í dag „Í heildina er ég mjög ánægður með það hvernig drengirnir komu inní leikinn og hvernig við mættum þeim“ sagði Gunnar en bætir því við að þeir þurfi að sama skapi að spila betri vörn ætli þeir sér að vinna í Eyjum á fimmtudaginn „Hraðaupphlaupin og sóknarleikurinn frábær í kvöld en smá basl varnarlega. Það er ekkert auðvelt að eiga við þá. Þeir eru með frábærar skyttur og góða menn í öllum stöðum. Það er erfitt að stoppa þá en sóknarlega var ég ánægður með þetta og við náðum að refsa þeim mikið í hröðum upphlaupum“ Gunnar tekur undir það að það var mikið skorað í þessum leik miðað við það hversu mikla markvörslu liðin voru að fá en segir það sýna hversu hátt tempóið var í leiknum. „Ef þú skoðar bara tempóið og fjölda sókna, þetta var bara mjög hraður leikur. Bæði liðin keyrðu mikið og það ætti að útskýra eitthvað þetta háa skor að það voru fleiri sóknir en í venjulegum leikjum.“ sagði Gunnar Adam Haukur Baumruk fékk beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Hákoni Daða. Gunnar segist ekki geta tjáð sig um þann dóm en segir það ólíklegt að hann fari í bann miðað við það að þetta hafi ekki verið það alvarlegt „Ég gat enganvegin séð hvað gerðist, ég var að horfa á Hákon Daða hlaupa upp en dómararnir skoða þetta á upptöku og væntanlega sjá þeir brot sem verðskuldar rautt spjald.“ sagði Gunnar að lokum Erlingur á hliðarlínunni á Ásvöllumvísir/vilhelmErlingur: Þeir fá að keyra inní vörnina án þess að fá ruðning„Við erum eiginlega að brasa varnarlega allan leikinn“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. „Þeir keyrðu vel á okkur í fyrri hálfleik og náðu inn auðveldum mörkum. Við náðum aðeins að loka á það en að sama skapi þá brenndum við að einhverjum fjórum hraðaupphlaupum sem hefðu getað haldið okkur í forystu.“ Markverðir Eyjamanna stóðu sig vel í dag en það vantaði uppá að leikmenn ÍBV væru að sækja fráköstin „Björn var að verja vel, einhverja 17 bolta og Haukur með 4, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því. En það vantaði þennan neista sem hefur einkennt okkur undanfarið, það er bara eitthvað sem við þurfum að finna fyrir fimmtudaginn“ sagði Erlingur „Við erum kannski ekki sáttir með leikinn okkar en við skorum samt 31 mark, svo það er ýmislegt hægt að nota úr þessum leik“ Daníel Þór Ingason og Adam Haukur Baumruk skoruðu samtal 17 mörk í dag. Erlingur sagði það bæði fyrir leik að það þyrfti að stoppa þá og ítrekaði það ennfremur eftir leik að þeir þurfi nauðsynlega að stöðva þessar stórskyttur fyrir næsta leik „Svo þurfum við að skoða hvað þeir eru að stilla upp í á móti okkar varnarleik. Þetta eru miklar skyttur sem við verðum að stoppa, bæði Daníel og Baumruk. En að sama skapi fannst mér þeir fá aðeins að keyra inní vörnina án þess að fá ruðning sem ég hefði alveg viljað sjá en það þýðir ekkert að væla yfir því.“ „En þeir koma á mikilli ferð með mikla þyng og við þurfum að ná að stoppa þá“ sagði Erlingur að lokum Olís-deild karla
Haukar leiða undanúrslita einvígið eftir fjögurra marka sigur á ÍBV á Ásvöllum í dag, 35-31. Haukar var betra liðið lungað af leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem bæði lið keyrðu hratt og það var mikið skorað. Liðin skiptust á að vera í forystu en munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Eftir fyrsta korterið var staðan jöfn 8-8, heimamenn gáfu síðan í og náðu tveggja marka forystu 15-13 þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks en staðan að fyrri hálfleik loknum 18-16, Haukum í vil. Grétar Ari Guðjónsson var frábær í marki Hauka í dag, hann varði fimm dauðafæri frá ÍBV í fyrri hálfleik og hélt áfram uppteknum hætti í þeim síðari. Heimamenn komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og voru komnir í þriggja marka forystu, 20-17. Þá kom áhlaup fyrir gestunum sem stóð stutt við og Haukar náðu strax aftur góðri forystu. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka voru Haukar með fjögurra marka forystu, 27-23. Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hann braut á Hákoni Daða Styrmissyni sem keyrði í hraðaupphlaup. Mikill missir fyrir Hauka ef Adam Haukur þarf að taka út leikbann, hann var besti maður vallarins í dag, skorði 10 mörk og var Eyjamönnum erfiður. ÍBV tókst ekki að minnka muninn og hélt leikurinn áfram á sömu nótum, Haukarnir sigldu öruggum sigri heim í fyrsta leik einvígisins. Lokatölur á Ásvöllum, 35-31, Haukum í vil. Af hverju unnu Haukar? Þeir mættu grimmari til leiks í dag. Frá fyrstu mínútu börðust þeir um alla bolta og keyrðu hratt á Eyjamenn. Það sást vel í sókninni hjá þeim að þeir náðu öllum fráköstum á meðan ÍBV stóð og horfði á. Sóknarleikurinn var uppá 10 hjá þeim og þeir skiluðu sínu bæði í vörn og markvörslu. Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk var maður leiksins, hann skoraði 10 mörk og var stórhættulegur í sókninni. Daníel Þór Ingason var einnig góður en algjörlega frábær í upphafi síðari hálfleiks þegar Haukarnir voru að taka öll völdin á vellinum. Markverðir beggja liða stóðu sig vel í dag, Grétar Ari Guðjónsson varði gríðalega mikilvæga bolta og Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, varði 16 bolta. Kristján Örn Kristjánsson var sterkur í sókninni hjá ÍBV, skoraði 7 mörk en markahæstur var Hákon Daði Styrmisson með 9 mörk. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik vantaði uppá nýtinguna á dauðafærum hjá Eyjamönnum, það vantaði líka baráttuna í leikmenn og viljan til að klára verkefnið. Í seinni hálfleik datt svo leikur ÍBV algjörlega niður, þeir áttu erfitt varnarlega og uppstilltur sóknarleikur gekk illa. Hvað er framundan?Leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn Gunnar á hliðarlínunni.vísir/báraGunnar: Væntanlega sáu þeir eitthvað sem verðskuldar rautt spjaldGunnar Magnússon, þjálfari Hauka, hrósar sínum leikmönnum fyrir það hvernig þeir mættu til leiks í dag „Í heildina er ég mjög ánægður með það hvernig drengirnir komu inní leikinn og hvernig við mættum þeim“ sagði Gunnar en bætir því við að þeir þurfi að sama skapi að spila betri vörn ætli þeir sér að vinna í Eyjum á fimmtudaginn „Hraðaupphlaupin og sóknarleikurinn frábær í kvöld en smá basl varnarlega. Það er ekkert auðvelt að eiga við þá. Þeir eru með frábærar skyttur og góða menn í öllum stöðum. Það er erfitt að stoppa þá en sóknarlega var ég ánægður með þetta og við náðum að refsa þeim mikið í hröðum upphlaupum“ Gunnar tekur undir það að það var mikið skorað í þessum leik miðað við það hversu mikla markvörslu liðin voru að fá en segir það sýna hversu hátt tempóið var í leiknum. „Ef þú skoðar bara tempóið og fjölda sókna, þetta var bara mjög hraður leikur. Bæði liðin keyrðu mikið og það ætti að útskýra eitthvað þetta háa skor að það voru fleiri sóknir en í venjulegum leikjum.“ sagði Gunnar Adam Haukur Baumruk fékk beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Hákoni Daða. Gunnar segist ekki geta tjáð sig um þann dóm en segir það ólíklegt að hann fari í bann miðað við það að þetta hafi ekki verið það alvarlegt „Ég gat enganvegin séð hvað gerðist, ég var að horfa á Hákon Daða hlaupa upp en dómararnir skoða þetta á upptöku og væntanlega sjá þeir brot sem verðskuldar rautt spjald.“ sagði Gunnar að lokum Erlingur á hliðarlínunni á Ásvöllumvísir/vilhelmErlingur: Þeir fá að keyra inní vörnina án þess að fá ruðning„Við erum eiginlega að brasa varnarlega allan leikinn“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. „Þeir keyrðu vel á okkur í fyrri hálfleik og náðu inn auðveldum mörkum. Við náðum aðeins að loka á það en að sama skapi þá brenndum við að einhverjum fjórum hraðaupphlaupum sem hefðu getað haldið okkur í forystu.“ Markverðir Eyjamanna stóðu sig vel í dag en það vantaði uppá að leikmenn ÍBV væru að sækja fráköstin „Björn var að verja vel, einhverja 17 bolta og Haukur með 4, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því. En það vantaði þennan neista sem hefur einkennt okkur undanfarið, það er bara eitthvað sem við þurfum að finna fyrir fimmtudaginn“ sagði Erlingur „Við erum kannski ekki sáttir með leikinn okkar en við skorum samt 31 mark, svo það er ýmislegt hægt að nota úr þessum leik“ Daníel Þór Ingason og Adam Haukur Baumruk skoruðu samtal 17 mörk í dag. Erlingur sagði það bæði fyrir leik að það þyrfti að stoppa þá og ítrekaði það ennfremur eftir leik að þeir þurfi nauðsynlega að stöðva þessar stórskyttur fyrir næsta leik „Svo þurfum við að skoða hvað þeir eru að stilla upp í á móti okkar varnarleik. Þetta eru miklar skyttur sem við verðum að stoppa, bæði Daníel og Baumruk. En að sama skapi fannst mér þeir fá aðeins að keyra inní vörnina án þess að fá ruðning sem ég hefði alveg viljað sjá en það þýðir ekkert að væla yfir því.“ „En þeir koma á mikilli ferð með mikla þyng og við þurfum að ná að stoppa þá“ sagði Erlingur að lokum
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti