Sjónvarpsstöðin Skjár 1 snýr aftur eftir helgi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 21:16 Skjár 1 hóf fyrst göngu sína í október árið 1998. Á 20 ára afmæli stöðvarinnar var ákveðið að blása lífi í hana að nýju eftir margra ára hlé. Skjár 1 Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira