Apple Pay komið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 08:43 Arion banki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sínum að skrá greiðslukort sín í Apple Pay. Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér. Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér.
Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00
Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58