Fyrsta árið verður lærdómsferli Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2019 11:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Daníel HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira