Fasteignaverð hér á landi hækkað mest á meðal OECD-ríkja frá 2010 Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Vísir/vilhelm Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira