Stjörnukonan Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði þrennu fyrir sextán ára landslið kvenna í fótbolta sem vann 6-0 sigur á Búlgaríu í dag í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Króatíu.
Þetta var fyrsti leikur Hildigunnar fyrir sextán ára landsliðið hún skoraði einnig í sínum fyrsta landsleik fyrir sautján ára landsliðið fyrr á þessu ári.
Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir eitt. Hildur Lilja er í Augnablik en Aníta Ýr í Stjörnunni.
Hildigunnur Ýr skoraði tvö fyrstu mörkin á 28. og 46. mínútu og Aníta Ýr kom íslenska liðinu síðan í 3-0 á 49. mínútu.
Hildur Lilja skoraði tvívegis, á 67. og 75. mínútu áður en Hildigunnur innsiglaði þrennuna og sigurinn með marki á 78. mínútu.
Íslensku stelpurnar mæta Makedóníu á fimmtudaginn og svo heimastúlkum í Króatíu á laugardaginn.
Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Aldís Guðlaugsdóttir (Markvörður)
Jakobína Hjörvarsdóttir
Erla Sól Vigfúsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir (Fyrirliði)
Hrefna Steinunn Aradóttir
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Sara Montoro
Andrea Rut Bjarnadóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
Emma Steinsen Jónsdóttir
Hildigunnur Ýr með þrennu í fyrsta leiknum fyrir 16 ára landsliðið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
