Klopp ræddi Messi: Af hverju gerðir þú þetta? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:30 Jürgen Klopp og Lionel Messi eftir fyrri leikinn. Getty/Andrew Powell Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Lionel Messi var örlagavaldur Liverpool í fyrri leik Barcelona og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en tvö mörk hans undir lok fyrri leiksins á Nývangi gerði verkefni Liverpool á Anfield nánast ómögulegt. Barcelona vann 3-0 og Liverpool þarf því að skora fjögur mörk í kvöld til þess að komast áfram í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Ajax eða Tottenham. Messi hafði heppnina með sér í fyrra marki sínu en í því síðara sýndi hann snilli sína með því að skora frábær mark beint úr aukapyrnu af um 32 metra færi. Liverpool tekur á móti Barcelona klukkan 19.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega út í það hvað hann sagði við argentínska snillinginn í leikslok á Nývangi."Why did you do that?!" Jurgen Klopp says he had a question for Lionel Messi at full-time last weekhttps://t.co/k0nzfxr5yCpic.twitter.com/Kkbe3hMw9U — Mirror Football (@MirrorFootball) May 6, 2019 Klopp faðmaði Messi í leikslok og margir vildu fá að vita hvað fór þeim á milli. „Þú talaðir við Messi eftir leikinn í Barcelona. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú sagði við hann,“ spurði einn blaðamaður á fundunum. „Ég veit ekki hvað ég sagði við hann eða hvort ég sagði eitthvað,“ svaraði Jürgen Klopp sem var léttur á því eins og oft áður. Hann sagði að auðvitað gæti fólk farið að fylla í eyðurnar og ímyndað sér hvað hann sagði við Lionel Messi á þessum tímapunkti.Klopp asked if he spoke to Messi at Camp Nou. "I don't know if I said something, really. At that moment, I might have said 'why did you do that?!'" #LFC — Neil Jones (@neiljonesgoal) May 6, 2019Hann grínaðist síðan aðeins með það sem hann gæti hafa sagt við Messi: „Af hverju gerðir þú þetta?,“ sagði Klopp í léttum tón en tók það síðan strax fram að hann hefði ekki sagt neitt við Argentínumanninn. Klopp fór ekkert út í það hvað Liverpool ætlaði að gera til að stoppa Lionel Messi heldur talaði bara almennt um markmið liðsins. „Það lítur út fyrir að við þurfum að spila fullkominn leik til að vinna þá og við munum reyna það. Tökum eitt skref fyrir í einu,“ sagði Klopp. „Við þurfum að búa til rétta andrúmsloftið og nýta okkur það. Við þurfum að halda upp á þessa stund með góðum fótbolta. Þetta á að vera fótbolta partý. Við drekkum ekki áfengi á meðan leik stendur og gleðjumst því frekar með góðum fótbolta,“ sagði Klopp.Jürgen Klopp og Lionel Messi.Getty/Chris Brunskill
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira