Skjern skellti Álaborg í danska handboltanum í kvöld en Skjern vann sjö marka sigur á heimavelli, 35-28, eftir að hafa leitt 19-12 í hálfleik.
Bæði lið eru nú með sex stig á toppi riðils eitt í úrslitakeppninni og eru komin bæði með annan fótinn í undanúrslitin.
Björgvin Páll Gústavsson varði eitt af þeim tveimur vítum sem hann reyndi að verja en Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark fyrir Skjern.
Janus Daði Smárason skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar en Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk. Hann bætti einnig við fjórum stoðsendingum.
Skjern skellti Álaborg í Íslendingaslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn