Gísli stóð nakinn á bílastæði í Kaupmannahöfn á meðan almenningur hjólaði framhjá Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2019 11:30 Það er nóg að gera hjá Gísla Erni um þessar mundir. Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór um víðan völl í skemmtilegu spjalli. Nú hafa hundrað þúsund manns séð Ellý í Borgarleikhúsinu en Gísli er leikstjóri verksins. „Það er alveg magnað og þetta eru nánast óraunverulegar tölur. Hvaðan kemur allt þetta fólk?,“ segir Gísli Örn og bætir við að hann hafi heyrt sögu af manni sem ætlar sér að sjá verkið tíu sinnum. Nú þegar væri hann búinn að fara sjö sinnum. „Ég held að þetta sé fyrir mörgun eins og að setjast inn í einhverskonar tímavél. Þú ferð í ákveðið ferðalag og það er einhver nostalgía í þessu. Svo er þetta að einhverju leyti saga okkar allra. Við erum öll alinn upp við þessa tónlist. Ellý var fyrsta konan sem fær atvinnu af því að syngja dægurlög,“ segir Gísli sem segir að Ellý hafi verið algjör brautryðjandi á sínu sviði.Ætlaði fyrst að setja upp sýningu um Villa Hann segist upphaflega hafa ætlað sér að gera sýningu um Vilhjálm Vilhjálmsson en þegar hann áttaði sig á því að hann vissi nánast ekkert um Ellý Vilhjálms kom ekkert annað til greina. Því næst varð að finna Ellý hér á landi og upphaflega átti að gera sjónvarpsþáttinn Leitin að Ellý hér á landi. „Svo frétti ég af því að það væri ung leikkona að flytja verkefni í leiklistarskólanum þar sem hún söng lög Ellýjar í 20-25 mínútna verki. Þegar ég sá hana fyrst hringdi ég strax upp í sjónvarp og sagði að við þyrftum að hætta við þennan sjónvarpsþátt. Ellý er fundin,“ segir Gísli og á það við Katrínu Halldóru Sigurðardóttur sem einmitt hefur slegið í gegn í verkinu í Borgarleikhúsinu.Katrín Halldóra hefur staðið sig vel sem Ellý á sviðinu.„Svo vissi ég ekkert hvort hún gæti leikið og vissi í raun ekkert um hana. Ég réði hana í Hróa Hött þegar ég gerði Hróa Hött í Þjóðleikhúsinu, svo í Óþelló og ég réði hana í sýningar til að athuga hvernig okkur myndi ganga að vinna saman. Hún var í rosalega langri prufu án þess að vita af því. Þarna var dóttir mín líka í Hróa Hetti og einn daginn segi ég við hana við eldhúsborðið að ég ætli nú að fara ræða við Katrínu og bjóða henni hlutverkið. Þá var hún fyrri til og hljóp til hennar daginn eftir og sagði, pabbi ætlar að biðja þig um að leika Ellý.“ Gísli segir að Vesturport sé að fara út með sýninguna Hrói Höttur til Hong Kong. „Við verður þar opnunarsýning stærstu fjölskylduhátíðar Kínverja í Hong Kong og það með rennibrautasviðið með okkur. Sýningin hefur farið út um allan heim og menn fá því veður af þessu og þannig endum við í Hong Kong,“ segir Gísli sem mun á næstunni taka þátt í sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir Ég hleyp og mun hann sjálfur hlaupa 10-12 kílómetra í hverri sýningu en Gísli segist aftur á móti hata að hlaupa. Gísli er núna að leika í þáttum sem var sýndir á Netflix eftir danskan handritshöfund sem heitir Adam Price. Þættirnir eru teknir upp í Danmörku og Noregi og bera heitir Ragnarok.Mjög vandræðalegt „Hann skrifaði Borgen og er einn af þeim flottustu í Danmörku. Ég hef verið að hlaupa mikið í fjöllunum í Noregi í þessari seríu, fáklæddur, mjög fáklæddur. Þrír dagar í síðustu viku voru þannig að ég var alveg nakinn. Þetta er mjög sérstakt og ég hef í rauninni aldrei verið svona allsber. Þetta moment þegar þú ert með fimmtíu manna starfslið fyrir framan þig og þú þarft að fara úr nærbuxunum. Það er svo vandræðalegt. Svo er náttúrulega ískalt og það hefur áhrif á allan líkamann,“ segir Gísli sem leikur mann sem í rauninni á allt í viðskiptalífinu í litlum bæ í Noregi sem heitir Edda. Hann segir að þættirnir komi út árið 2020 og eru teknir upp bæði í Noregi og í Kaupmannahöfn. „Talandi um að vera nakinn. Ég stóð einmitt á bílastæði úti í Köben núna á miðvikudaginn nakinn uppi á palli í tökum. Það var mikið af hljólreiðafólki að hjóla þarna framhjá og fullt af fólki í göngutúr.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Bítið Leikhús Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór um víðan völl í skemmtilegu spjalli. Nú hafa hundrað þúsund manns séð Ellý í Borgarleikhúsinu en Gísli er leikstjóri verksins. „Það er alveg magnað og þetta eru nánast óraunverulegar tölur. Hvaðan kemur allt þetta fólk?,“ segir Gísli Örn og bætir við að hann hafi heyrt sögu af manni sem ætlar sér að sjá verkið tíu sinnum. Nú þegar væri hann búinn að fara sjö sinnum. „Ég held að þetta sé fyrir mörgun eins og að setjast inn í einhverskonar tímavél. Þú ferð í ákveðið ferðalag og það er einhver nostalgía í þessu. Svo er þetta að einhverju leyti saga okkar allra. Við erum öll alinn upp við þessa tónlist. Ellý var fyrsta konan sem fær atvinnu af því að syngja dægurlög,“ segir Gísli sem segir að Ellý hafi verið algjör brautryðjandi á sínu sviði.Ætlaði fyrst að setja upp sýningu um Villa Hann segist upphaflega hafa ætlað sér að gera sýningu um Vilhjálm Vilhjálmsson en þegar hann áttaði sig á því að hann vissi nánast ekkert um Ellý Vilhjálms kom ekkert annað til greina. Því næst varð að finna Ellý hér á landi og upphaflega átti að gera sjónvarpsþáttinn Leitin að Ellý hér á landi. „Svo frétti ég af því að það væri ung leikkona að flytja verkefni í leiklistarskólanum þar sem hún söng lög Ellýjar í 20-25 mínútna verki. Þegar ég sá hana fyrst hringdi ég strax upp í sjónvarp og sagði að við þyrftum að hætta við þennan sjónvarpsþátt. Ellý er fundin,“ segir Gísli og á það við Katrínu Halldóru Sigurðardóttur sem einmitt hefur slegið í gegn í verkinu í Borgarleikhúsinu.Katrín Halldóra hefur staðið sig vel sem Ellý á sviðinu.„Svo vissi ég ekkert hvort hún gæti leikið og vissi í raun ekkert um hana. Ég réði hana í Hróa Hött þegar ég gerði Hróa Hött í Þjóðleikhúsinu, svo í Óþelló og ég réði hana í sýningar til að athuga hvernig okkur myndi ganga að vinna saman. Hún var í rosalega langri prufu án þess að vita af því. Þarna var dóttir mín líka í Hróa Hetti og einn daginn segi ég við hana við eldhúsborðið að ég ætli nú að fara ræða við Katrínu og bjóða henni hlutverkið. Þá var hún fyrri til og hljóp til hennar daginn eftir og sagði, pabbi ætlar að biðja þig um að leika Ellý.“ Gísli segir að Vesturport sé að fara út með sýninguna Hrói Höttur til Hong Kong. „Við verður þar opnunarsýning stærstu fjölskylduhátíðar Kínverja í Hong Kong og það með rennibrautasviðið með okkur. Sýningin hefur farið út um allan heim og menn fá því veður af þessu og þannig endum við í Hong Kong,“ segir Gísli sem mun á næstunni taka þátt í sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir Ég hleyp og mun hann sjálfur hlaupa 10-12 kílómetra í hverri sýningu en Gísli segist aftur á móti hata að hlaupa. Gísli er núna að leika í þáttum sem var sýndir á Netflix eftir danskan handritshöfund sem heitir Adam Price. Þættirnir eru teknir upp í Danmörku og Noregi og bera heitir Ragnarok.Mjög vandræðalegt „Hann skrifaði Borgen og er einn af þeim flottustu í Danmörku. Ég hef verið að hlaupa mikið í fjöllunum í Noregi í þessari seríu, fáklæddur, mjög fáklæddur. Þrír dagar í síðustu viku voru þannig að ég var alveg nakinn. Þetta er mjög sérstakt og ég hef í rauninni aldrei verið svona allsber. Þetta moment þegar þú ert með fimmtíu manna starfslið fyrir framan þig og þú þarft að fara úr nærbuxunum. Það er svo vandræðalegt. Svo er náttúrulega ískalt og það hefur áhrif á allan líkamann,“ segir Gísli sem leikur mann sem í rauninni á allt í viðskiptalífinu í litlum bæ í Noregi sem heitir Edda. Hann segir að þættirnir komi út árið 2020 og eru teknir upp bæði í Noregi og í Kaupmannahöfn. „Talandi um að vera nakinn. Ég stóð einmitt á bílastæði úti í Köben núna á miðvikudaginn nakinn uppi á palli í tökum. Það var mikið af hljólreiðafólki að hjóla þarna framhjá og fullt af fólki í göngutúr.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Bítið Leikhús Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira