Fótbolti

Kolbeinn spilaði í sigri AIK

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir sænska úrvalsdeildarliðið AIK þegar liðið tók á móti Eskilstuna í dag.

Kolbeinn kom til AIK frá Nantes í marslok en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli síðustu ár og lítið sem ekkert spilað fótbolta. Hann spilaði síðast 19. nóvember í vináttulandsleik með íslenska landsliðinu.

Hann var í fyrsta skipti á varamannabekk AIK í dag og var settur inn á 65. mínútu og spilaði því tæpan hálftíma í leiknum.

AIK vann leikinn 2-1 og voru öll mörkin komin í leikinn þegar Kolbeinn kom inn á.

AIK er í 5. sæti með 11 stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×