Stuðningsmenn Liverpool ósáttir með Lineker en hann biðst ekki afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 10:30 Gary Lineker og markið hjá Lionel Messi. Vísir/Samsett/Getty Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira