Markaveislur í Mjólkurbikarnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 16:04 HK-ingar fagna síðasta sumar vísir/ HK valtaði yfir Fjarðabyggð, Víkingur vann KÁ, Völsungur átti ekki í vandræðum með Mídas og ÍA hafði betur gegn Augnabliki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Pepsi Max-deildarlið HK fór auðveldlega í gegnum annarar deildar lið Fjarðabyggðar í Kórnum. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Kópavogsbúa því gestirnir að austan fengu víti á 15. mínútu leiksins. Nikola Kristinn Stojanovic fór á punktinn og skoraði af öryggi. Það tók HK hins vegar aðeins sex mínútur að jafna, það gerði Ásgeir Marteinsson. Undir lok fyrri hálfleiks bætti Ásgeir svo öðru marki við og Emil Atlason skoraði þriðja mark HK sem fór eð 3-1 forystu í hálfleik. Aron Kári Aðalsteinsson og Brynjar Jónasson gerðu svo út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik, HK vann öruggan 5-1 sigur. Víkingur Reykjavík sótti KÁ heim á Ásvelli og tók ekki langan tíma fyrir strákana úr Fossvoginum að komast yfir. Halldór Jón Sigurður Þórarson skoraði fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins. Í upphafi seinni hálfleiks bætti Nikolaj Hansen við öðru marki Víkings. Patrik Snær Atlason gaf heimamönnum von með marki á 80. mínútu en nær komust þeir ekki, Víkingur vann 2-1 sigur. Í Fífunni tók Augnablik á móti ÍA og Skagamenn voru komnir tveimur mörkum yfir eftir korter. Steinar Þorsteinsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk gestanna. Viktor Jónsson lagði svo síðasta naglann í kistuna á 74. mínútu, lokatölur urðu 3-0 fyrir ÍA. Á Húsavík vann Völsungur öruggan fjögurra marka sigur á fjórðu deildar liði Mídas. Völsungur, Víkingur R., ÍA og HK eru því komin áfram í 16-liða úrslit líkt og Fylkir, Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Þróttur R., Fjölnir og Vestri. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
HK valtaði yfir Fjarðabyggð, Víkingur vann KÁ, Völsungur átti ekki í vandræðum með Mídas og ÍA hafði betur gegn Augnabliki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Pepsi Max-deildarlið HK fór auðveldlega í gegnum annarar deildar lið Fjarðabyggðar í Kórnum. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Kópavogsbúa því gestirnir að austan fengu víti á 15. mínútu leiksins. Nikola Kristinn Stojanovic fór á punktinn og skoraði af öryggi. Það tók HK hins vegar aðeins sex mínútur að jafna, það gerði Ásgeir Marteinsson. Undir lok fyrri hálfleiks bætti Ásgeir svo öðru marki við og Emil Atlason skoraði þriðja mark HK sem fór eð 3-1 forystu í hálfleik. Aron Kári Aðalsteinsson og Brynjar Jónasson gerðu svo út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik, HK vann öruggan 5-1 sigur. Víkingur Reykjavík sótti KÁ heim á Ásvelli og tók ekki langan tíma fyrir strákana úr Fossvoginum að komast yfir. Halldór Jón Sigurður Þórarson skoraði fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins. Í upphafi seinni hálfleiks bætti Nikolaj Hansen við öðru marki Víkings. Patrik Snær Atlason gaf heimamönnum von með marki á 80. mínútu en nær komust þeir ekki, Víkingur vann 2-1 sigur. Í Fífunni tók Augnablik á móti ÍA og Skagamenn voru komnir tveimur mörkum yfir eftir korter. Steinar Þorsteinsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk gestanna. Viktor Jónsson lagði svo síðasta naglann í kistuna á 74. mínútu, lokatölur urðu 3-0 fyrir ÍA. Á Húsavík vann Völsungur öruggan fjögurra marka sigur á fjórðu deildar liði Mídas. Völsungur, Víkingur R., ÍA og HK eru því komin áfram í 16-liða úrslit líkt og Fylkir, Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Þróttur R., Fjölnir og Vestri. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira