Höggin vinstramegin Bjarni Karlsson skrifar 1. maí 2019 08:00 Verkalýðshreyfingin í landinu hefur eflst síðustu misseri með nýju forystufólki. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í áhugaverðu viðtali hér í blaðinu sl. laugardag. Hún talar skýrum orðum um nýfrjálshyggjuna og þá staðreynd að þar er unnið að hagsmunum hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Mögnuð kona þar á ferð. Í viðtalinu var á það minnst að Sólveig Anna sé stundum stóryrt og enda þótt hún styðjist við margt í kristinni hugmyndafræði þá myndi hún aldrei bjóða hinn vangann. Jesús frá Nasaret var líka stóryrtur þegar hann gagnrýndi ríkjandi valdastétt, kallaði þá hræsnara, líkti þeim við kalkaðar grafir og sakaði þá um að „éta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini“. Hann hefði aldrei hvatt kúgaðan verkalýð til að bjóða hinn vangann. Tillaga hans varðandi hinn vangann sem skráð er í fjallræðunni í fimmta kafla Matteusarguðspjalls er hvatning til að halda tilfinningalegu sjálfstæði í samskiptum við ofbeldisfólk: „Slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ Högg á hægri kinn er hinn klassíski löðrungur sem veittur er með handarbaki í því skyni að hrella fólk og segja því að halda sig á mottunni. Með því að bjóða vinstri vangann í ofbeldisaðstæðum er maður að segja: Já, já, allir geta beitt ofbeldi. Ég beygi mig ekki fyrir því heldur stend ég upprétt(ur) og lít hvorki upp né niður til þín. Ef þú ætlar að halda áfram að berja mig skaltu slá mig á hinn vangann sem jafningja. Þannig vakti hann athygli á þriðju leiðinni andspænis öllu ofbeldi; gera ekki árás, flýja ekki af hólmi en standa kyrr í sínum sannleika. Þannig býður Sólveig Anna hinn vangann þegar hún lætur ekki setja sig niður en stendur jafnfætis og tekur höggin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Verkalýðshreyfingin í landinu hefur eflst síðustu misseri með nýju forystufólki. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í áhugaverðu viðtali hér í blaðinu sl. laugardag. Hún talar skýrum orðum um nýfrjálshyggjuna og þá staðreynd að þar er unnið að hagsmunum hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Mögnuð kona þar á ferð. Í viðtalinu var á það minnst að Sólveig Anna sé stundum stóryrt og enda þótt hún styðjist við margt í kristinni hugmyndafræði þá myndi hún aldrei bjóða hinn vangann. Jesús frá Nasaret var líka stóryrtur þegar hann gagnrýndi ríkjandi valdastétt, kallaði þá hræsnara, líkti þeim við kalkaðar grafir og sakaði þá um að „éta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini“. Hann hefði aldrei hvatt kúgaðan verkalýð til að bjóða hinn vangann. Tillaga hans varðandi hinn vangann sem skráð er í fjallræðunni í fimmta kafla Matteusarguðspjalls er hvatning til að halda tilfinningalegu sjálfstæði í samskiptum við ofbeldisfólk: „Slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ Högg á hægri kinn er hinn klassíski löðrungur sem veittur er með handarbaki í því skyni að hrella fólk og segja því að halda sig á mottunni. Með því að bjóða vinstri vangann í ofbeldisaðstæðum er maður að segja: Já, já, allir geta beitt ofbeldi. Ég beygi mig ekki fyrir því heldur stend ég upprétt(ur) og lít hvorki upp né niður til þín. Ef þú ætlar að halda áfram að berja mig skaltu slá mig á hinn vangann sem jafningja. Þannig vakti hann athygli á þriðju leiðinni andspænis öllu ofbeldi; gera ekki árás, flýja ekki af hólmi en standa kyrr í sínum sannleika. Þannig býður Sólveig Anna hinn vangann þegar hún lætur ekki setja sig niður en stendur jafnfætis og tekur höggin.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun