Lífið

Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hatari á sviði í Tel Aviv.
Hatari á sviði í Tel Aviv. EBU/Thomas Hanses
Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. Þetta kemur fram á vef EBU, þar sem einnig má sjá að Ísland fékk tíu stig frá Ástralíu og Noregi.

Svíþjóð og Bretland gáfu okkur átta stig.

Ítalía, Hollandi, Slóvenía, Lettland Rússland og Hvíta-Rússland gáfu okkur sjö stig.

Tékkland, Írland, Austurríki og Litháen gáfu okkur sex stig.

Eistland, Serbía og Rúmenía gáfu okkur fimm stig.

Frændur okkar í Danmörku gáfu okkur fjögur stig.

Portúgal, Króatía, Spánn, Armenía, Belgía og Georgía gáfu okkur þrjú stig.

Þýskaland, Svartfjallaland, Grikkland og San Marínó gáfu okkur tvö stig.

Moldóva, Frakkland og Malta gáfu okkur eitt stig. Allt í allt fékk Ísland 186 stig í símakosningunni og einungis 48 stig frá dómurum. Þar af tíu frá Belgíu, átta frá Ástralíu og sex frá San Marínó og Litháen.

Á vef EBU má einnig sjá stigagjöf íslensku dómnefndarinnar og það hvernig við Íslendingar gáfum atkvæði í símakosningunni, en það má einnig sjá á myndinni hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×